Greinasafn eftir: stjorn

Rýnifundur 2. febrúar

Næsta miðvikudag þann 2. Febrúar kl. 20.30  verður haldinn rýnifundur.  Fundurinn verður haldinn í húsnæði Bjsv. Kyndils.

Listi yfir aðgerðir sem verða teknar fyrir:

16.10.2010    Leit að stúlku í Breiðholti

9.11.2010      Leit í Reykjavík Leirvogur / Mosfellsbær

13.11.201      Leit að manni í Reykjavík

5.12.2010      Leit að eldri konu í Reykjavík

10.12.2010    Hættustig stórt Keflavík

17.12.2010    Rok í Mosó

7.1.2011        Óveðursaðstoð á höfuðborgarsvæðinu

14.1.2011      Leit að manni á Kjalarnesi ( nýja grunni)

16.1.2011      Fótbrotinn maður í Heiðarhorni

17.1.2011      Air France þota með veikan flugmann

22.1.2011      4 villtir á Sveifluhálsi v. Kleifarvatn

23.1.2011      Leit að konu í Helgafelli

27.1.2011      Þjóðverji týndur síðan í gær á Eyjafjallajökli

Sérhæfðu sprungubjörgunarbúnaður

Slysavarnafélagið Landsbjörg afhenti björgunarsveitum á svæði 1 sem reka undanfara sérhæfðan sprungubjörgunarbúnað.

Búnaðurinn var fjármagnaður með þeim styrkjum sem félagið fékk í tengslum við björgunina á Langjökli á síðasta ári. Búnaðurinn verður til taks til að senda með þyrlum LHG í útköll þegar óskað er eftir sérhæfðum fjalla- og sprungubjörgunarbúnaði. Búnaðurinn er ætlaður undanförum á svæði 1 til varðvörslu og notkunar.

Undanfararnir munu síðan sjá um að viðhalda honum og endurnýja eftir
þörfum. Búnaðurinn er einnig hugsaður fyrir aðrar einingar til notkunar á
slysstað og yrði hann þá sendur með þyrlu á staðinn.

Á myndinni má sjá Halldór Magnússon taka við búnaðnum fyrir hönd FBSR ásamt fulltrúum annarra sveita á höfuðborgarsvæðinu.

Óveðursútkall á höfuðborgarsvæðinu

Í morgun var sveitin kölluð út vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu. Voru fyrstu menn mættir í hús og farnir að ná í bílana úr geymslu um hálftíma eftir kallið en fyrsta verkefni barst þó ekki fyrr en um klukkutíma síðar.

Erum við nú ein sveita í útkallinu en verkefni eru sem betur fer fá enn sem komið er.

 

Slútt – fyrir partý

Mæting á Flugvallarveginn laugardaginn 8. janúar 2011 kl 10.00 til ca hádegis (eða eftir hvað við verðum dugleg). Öllu komið á sinn stað – skúrað, skrúbbað og bónað. Það verða langir verkefnalistar á töflunni sem þarf að tæma! Yfir-verkefna-skipuleggjendur eru: Stefán seðill, Ásgeir áramótaflugeldur og Bogga birgðarnefnd. Það ætti því engann að skorta verkefni. Við verðum vonandi búin að rumpa fyrir-partýinu af um hádegi þannig að allir komast í heitt bað og smá bjútítrítment fyrir kvöldið.

Síðustu atriði afmælisársins

Núliðin helgi var síðasta viðburðarhelgi afmælisársins en því hefur verið fagnað með opnu húsi á Menningarnótt, fjölmennri ferð á Bárðabungu, stórri björgunaræfingu þar sem öllum björgunarsveitum landsins var boðin þátttaka og nú um helgina með kaffisamsæti og árshátíð félagsmanna.

FBSR vill þakka afmælisgestunum kærlega fyrir komuna, gjafirnar og hlý orð í okkar garð. Á föstudag skrifuðu yfir 200 manns sig í gestabókina og fór það framm úr okkar björtustu vonum.

 

Dagskrá afmæilsvikunnar

Gleðilega afmæliviku! Þá er það loka vikan í 60 ára afmælisfögnuði Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Meðfylgjandi er dagskrá vikunnar en það er, eins og sjá má, mikið um að vera. Minnum á að margar hendur vinna létt verk. Hlökkum til að sjá ykkur.

Mánudagur – Bíó
Á mánudaginn verður Bíó Paradís með sérstaka björgunarsveita sýningu á myndinni Norð Vestur. Norð Vestur fjallar um atburðarás björgunaraðgerða á Flateyri eftir að mikið snjóflóð féll á bæinn í október 1995. Snjóflóðið reyndist eitt það mannskæðasta í sögu landsins en alls fórust 35 manns í flóðum árið 1995. Efni myndarinnar tengist okkur mikið og við hvetjum félaga til að nýta þetta tækifæri til að sjá myndina (myndin er ekki lengur í almennri sýningu). Tilboð á popp og kók í hléi.

Bíó Paradís er á Hverfisgötunni (gamli Regnboginn) og myndin hefst 20.20.
 

Þriðjudagur – afmælisundirbúningur I
Á þriðjudaginn verður Flugvallavegurinn sjænaður fyrir afmælisveisluna á föstudaginn. Þar þarf að skúra, skrúbba og bóna útúr dyrum. Skyldumæting. Bogga er yfir-þrif-og-tiltektarstjóri og mun hún útdeila verkefnum með harðri hendi. Mæting 20.

Þeir sem ekki hafa enn orðið sér útum miða á hina stórglæsilegu árshátíð FBSR á laugardaginn gera það hér og nú. Einnig verða nýju vegabréfaveskin til sölu. Krunka er yfir-miðavörður. Posi á staðnum

Miðvikudagur – frjáls dagur
 


Fimmtudagur – afmælisundirbúningur II

Á fimmtudaginn er annar í afmælisundirbúningi. Nú þarf að klára að græja húsið fyrir föstudaginn. Við þurfum við fullt af höndum í að færa, flytja, fela, setja upp og stílisera – borð, stóla, ljós og hitt og annað. Magnús Viðar er yfir-stíliseri. Mæting 18.

Föstudagur – afmælisboð
Loksins er komið að afmæliskökunni! Við verðum eins og áður hefur komið fram með afmælisveislu á föstudaginn frá 17 til 19. Þarna verður allt frægasta fólkið, girnilegustu kræsingarnar og skemmtilegasta dagskráin. Að sjálfsögðu mætum við öll. Hvetjum félaga til að mæta í FBSR flíspeysum/polobolum.

Laugardagur – ÁRSHÁTÍÐ
Á laugardaginn er það sjálf árshátíðin. Mæting á Flugvallarveginn í fordrykk kl 18. Miðar á árhátíðina hafa rokið út og er búist við topp-mætingu. Láttu þig ekki vanta!

Afmæliskveðja,
Stjórnin

Árshátíð – miðasala

Minnum á að miðasala vegna árshátíðarinnar verður á Flugvallarveginum miðvikudaginn 17.nóv og fimmtudaginn 18.nóv milli 17 og 20! Miðaverð er 5.000 kr og innifalið er fordrykkur, hátíðar jólahlaðborð og skemmtiatriði.

Á sama tíma (og á sama stað) verða til sölu nýju vegabréfsveskin sem Flugbjörgunarsveitin lét gera í tilefni afmælisársins. Veskin eru stóglæsileg og kosta litlar 5.000 krónur.

Það verður posi á staðnum.

Sjáumst í verslunarleiðangri á Flugvallarveginum!

Sleðamessa 21. nóvember

Sleðamessa björgunarsveita verður haldin í húsnæði FBSR við Flugvallarveg 21.nóvember nk. og hefst kl. 9.00 

Nánari dagskrá:

Setning sleðamessu.

Fyrirlestrar byrja
kl 09:00 Sjúkrabúnaður á sleða hvað á að vera með og hvað ekki ? – Gummi Guðjóns

10:00 Svæðaskipting á jöklum, hættusvæði og svæði sem eru í lagi – Snævar
11:00 Reitakerfi, kynning á notkun. – Gísli
11:30 Sprungbjörgunar work shop á Langjökli í máli og myndum.
Félaga sprungubjörgun útbúnaður, Kjarri

12:00 Hádegismatur í boði SL

13:00 Pallborðs umræður um sleðamál björgunarsveita.
Umræðuhópar að störfum frá 13:00 til 14:00
Úthlutaður 1 tími í hópaumræður og svo 30 mín. fyrir hópa að kynna
niðurstöður.

Umræðuefni

1 Úttektir á sleðahópum og kröfur
2 Æfingar hvernig æfa sleðaflokkar
samæfingar á landsvísu og innan svæða (Tækjamót)
3 Samræming á Útbúnaðar lista fyrir sleðahópa

Kaffihlé

Niðurstöður kynntar 14:30
15:30
Umræða um framkvæmd og framhald sleðamessu
Myndasýning frá Edda og Þór K síðan í USA Chris b
Sleðamessu lokið um 17:00