Aðalfundur FBSR fer fram í húsakynnum félagsins þriðjudaginn 24. maí kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf og veitingar frá Kvennadeild FBSR í hléi (1.000kr í reiðufé).
Hlökkum til að sjá sem flest.
Stjórnin
Aðalfundur FBSR fer fram í húsakynnum félagsins þriðjudaginn 24. maí kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf og veitingar frá Kvennadeild FBSR í hléi (1.000kr í reiðufé).
Hlökkum til að sjá sem flest.
Stjórnin
Um síðustu helgi fóru fram Björgunarleikar Landsbjargar samhliða Landsþinginu á Hellu. Það er skemmst frá því að segja að FBSR var með lið á leikunum og lentum við í 5.sæti. Liðið skipuðu: Viktor, Hrafnhildur, Bjössi, Hlynur og Kári. Glæsilegt hjá þeim!
Nú um helgina fór fram á Hellu 7. landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nýr formaður er Hörður Már Harðarson sem er okkur að góðu kunnur af starfi sínu hjá HSG. Aðrir stjórnarmenn eru Smári Sigurðsson, Margrét Laxdal, Guðjón Guðmundsson, Eiður Ragnarsson, Gunnar Þorgeirsson, Hannes Frímann Sigurðsson, Jón Svanberg Hjartarson og Páll Ágúst Ásgeirsson. Jón Svavarsson, FBSR, hlaut ekki brautargengi að þessu sinni.
Sérstök ánægja var að sjá Fríði Birnu Stefánsdóttur kjörna sem félagslegan endurskoðanda en hún hefur ásamt sínum félögum í Slysavarnadeild Kvenna í Reykjavík unnið mikið og gott starf en þær aðstoðuðu okkur m.a. í afmælisæfingunni í fyrra.
Tveir félagar FBSR voru heiðraðir fyrir störf sín. Þeir eru Jón Gunnarsson, sem sat í stjórn sveitarinnar á árunum 1987 til 1991 og í stjórn SL og forvera þess frá 1991 til 2005, þar af formaður frá 2000, og Sigurður Harðarson sem manna helst má þakka fyrir fjarskiptagetuna í stjórnstöðvarbílnum FBSR1 auk þess sem hann hefur frá upphafi hannað og smíðað VHF endurvarpakerfi björgunarsveitanna.
Myndir frá afhendingunnu eru fyrir neðan brotið.
Jón Hermannson, Valur Haraldsson, Sigurður Harðarson og Sigurgeir Gunnarsson
Peysudagur Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður miðvikudaginn 11. maí.
Þetta er hugmynd sem kom upphaflega frá Hilmari skipstjóra Sæbjargarinnar. Allir sem eru í Slysavarnafélaginu Landsbjörg mæta í peysu merktri félaginu til vinnu þennan dag.
Kæru félagar,
Fjallakofinn og Bill Crouse, sexfaldur Everest-fari og sölustjóri Black Diamond, bjóða í vinnubúðir í verslun
Fjallakofans að Laugavegi 11 föstudagskvöldið 29. Apríl kl. 20
Við hvetjum ykkur til að koma þessu á framfæri við alla þá sem að hafa áhuga á fjallabjörgun og fjallabúnaði.
Þetta er einstakt tækifæri til að hitta í eigin persónu einn mesta reynsluboltann á markaðnum
Eins og venja er sér B2 um að skipuleggja Páskaferð FBSR. Að þessu sinni er stefnan tekin á Skaftafell. Lagt verður af stað
að morgni fimmtudagsins 21. apríl (Skírdag). Líklega verður gist í
tjöldum í Skaftafelli en fólk getur auðvitað líka haft sína hentisemi með það.
Dagskráin
verður samsett af styttri ferðum (oftast dagsferðum) út frá Skaftafelli
sem gerir fólki kleift að koma og fara eftir hentisemi og áhuga. Athugið að staðsetning var sérstaklega valin svo að flubbar gætu komið með fjölskylduna með og allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Gróf dagskrá hefur verið sett saman til viðmiðunar en hún gæti breyst eftir áhuga, aðstæðum, veðri og fleiru.
Fimmtudagur (Skírdagur / Sumardagurinn fyrsti):
– Þumall
– Kristínartindar / Svartifoss
Föstudagur (Föstudagurinn langi):
– Þumall (seinni dagur)
– Hnappavellir
– Gönguferð á Blátind
Laugardagur:
– Ísklifur
– Hnappavellir
– Grill um kvöldið
Sunnudagur (Páskadagur):
– Þverártindsegg (krefst smá aksturs)
– Hnappavellir
Aðrir dagskrárliðir sem á eftir að finna tíma á (ræðst m.a. af áhuga):
– (Fjalla-)skíðaferð a la Stefán gjaldkeri
Smá skýringar:
Þumall: Gengið inn í Morsárdal eftir að komið er í
Skaftafell á fimmtudegi. Gist þar og farið daginn eftir á fjallið.
Þumall sjálfur er dálítið klettaklifur sem er samt ekki erfitt. Ef
aðstæður eru erfiðar fyrir Þumal mætti fara á Miðfellstind í nágrenninu. Gæti orðið mögnuð ferð ef vel tekst til.
Kristínartindar / Svartifoss: Ætti að henta flestum sem vilja taka því "rólega".
Hnappavellir: Klifur og kósýheit.
Ísklifur: Að öllum líkindum klifur í skriðjökli.
Þverártindsegg: Með flottari toppum / eggjum Íslands. Myndir má sjá á: http://www.fjallafelagid.
myndir/113
Blátindur: Ekki tæknilega erfitt en langur labbitúr ef
farið er fram og til baka á einum degi. Útsýnið er ótrúlegt á góðum
degi. Mynd segir meira en mörg orð:
https://picasaweb.google.com/
david.karna/
20100617NupstaAskogarSkaftafel
l#5505799955871843554
(Fjalla-)skíðaferð: Stefán gjaldkeri hefur hug á að
fara á skíðum upp á jökul (Hnappavallaleið á Rótarfellshnjúk). Það á
víst að vera hægt á gönguskíðum – niðurleiðin verður bara spennandi.
Óljóst hvaða dag þetta yrði en allavega ekki á fimmtudegi.
Þetta er alls ekki endanlegur listi yfir hvað verður gert svo ef þið lumið á góðum hugmyndum endilega komið þeim á framfæri.
Til að geta gengið almennilega í skipulagningu þyrftum við að fá að vita
sirka hversu mörgum við megum eiga von á, bæði varðandi gistingu, pláss
í bílum og skipulagningu einstakra liða, við biðjum ykkur því að svara
eftirfarandi spurningum og koma svörum til okkar á [email protected]. Vinsamlegast svarið já, nei eða kannski:
– Hefur þú áhuga á að koma í páskaferð (ef einhverjir koma með ykkur vinsamlegast tilgreinið það)?
– Mundir þú koma á einkabíl?
– Mundir vera allan tímann (ef nei, vinsamlegast tilgreinið tíma)?
– Hefur þú áhuga á ferð á Þumal?
– Hefur þú áhuga á ísklifri?
– Hefur þú áhuga á ferð á Þverártindsegg?
– Hefur þú áhuga á skíðaferð?
Föstudaginn 15. apríl síðastliðinn var undirritaður styrktarsamningur til 3ja ára milli
björgunarsveita í Reykjavík og Reykjavíkurborgar. Samningurinn hljóðar uppá 8 milljónir árlega til sveitanna og heildarupphæðin er 24 miljónir. Aðilar að samningnum eru FBSR, HSSR, Ársæll og Kjölur. Myndin er tekið við undirritun samningsins. Á myndinni eru Stefán Þór gjaldkeri FBSR, Haukur formaður HSSR, Jón Gnarr borgarstjóra í Reykjavík, Borgþór formaður Ársæls og Birgir formaður Kjalar.
Hlíðarfjall
Helgina 25. 27. mars fóru nýliðahópar FBSR ásamt nokkrum inngengnum í hina árlegu skíðaskemmtiferð í Hlíðarfjall ofan Akureyrar. Í þetta sinn vorum við svo heppinn að fá einka rútubílstjóra, en Beggi keyrði okkur ásamt því að renna sér í brekkunum.
En það voru ánægðir nillar sem fengu að skemmta sér í frábæru færi í undurfögru brekkunum. Ekki var þetta þó allt leikur því nillarnir tóku smá snjóflóðaleitaræfingar. Heiða fór aðeins yfir hvernig ýlirinn virkar og hvernig leitað er með stönginni. Í kjölfarið var þeim skipt upp í 4 hópa þar sem þau skunduðu upp í brekkurnar á milli gönguskíðabrautarinnar og bjuggu til snjóflóð til að fela ýla og bakpoka í og leita með ýli og stöng. Þess má einnig geta að á laugardagsmorguninn lét vindurinn á sér kræla og fengu nillarnir því æfingu í að gera snjóveggi og huga að tjöldum svona rétt áður en haldið var í brekkurnar.
Líkt og fyrri ár þá var tjaldað við gönguskíðaskálann og fáum við gönguskíðaskálafólki seint þakkað fyrir gestristnina.
Takk fyrir okkur
Í síðustu viku var mjög þétt og skemmtileg fyrirlestraröð þar sem félögum FBSR og annarra sveita gafst kostur á að hlusta á þrjá flotta fyrirlesara fjalla um spennandi efni.
Mætingin var mjög góð af inngengnum, nýliðum og félögum annarra sveita og þökkum við öllum áheyrendum svo og fyrirlesurum kærlega fyrir vel heppnaða viku.