Nú um helgina fór fram á Hellu 7. landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nýr formaður er Hörður Már Harðarson sem er okkur að góðu kunnur af starfi sínu hjá HSG. Aðrir stjórnarmenn eru Smári Sigurðsson, Margrét Laxdal, Guðjón Guðmundsson, Eiður Ragnarsson, Gunnar Þorgeirsson, Hannes Frímann Sigurðsson, Jón Svanberg Hjartarson og Páll Ágúst Ásgeirsson. Jón Svavarsson, FBSR, hlaut ekki brautargengi að þessu sinni.
Sérstök ánægja var að sjá Fríði Birnu Stefánsdóttur kjörna sem félagslegan endurskoðanda en hún hefur ásamt sínum félögum í Slysavarnadeild Kvenna í Reykjavík unnið mikið og gott starf en þær aðstoðuðu okkur m.a. í afmælisæfingunni í fyrra.
Tveir félagar FBSR voru heiðraðir fyrir störf sín. Þeir eru Jón Gunnarsson, sem sat í stjórn sveitarinnar á árunum 1987 til 1991 og í stjórn SL og forvera þess frá 1991 til 2005, þar af formaður frá 2000, og Sigurður Harðarson sem manna helst má þakka fyrir fjarskiptagetuna í stjórnstöðvarbílnum FBSR1 auk þess sem hann hefur frá upphafi hannað og smíðað VHF endurvarpakerfi björgunarsveitanna.
Myndir frá afhendingunnu eru fyrir neðan brotið.
Kristbjörn Óli Guðmundsson og Jón Gunnarsson ásamt fráfarandi formanni Sigurgeir Guðmundssyni
Jón Hermannson, Valur Haraldsson, Sigurður Harðarson og Sigurgeir Gunnarsson