Greinasafn eftir: stjorn

Neyðarkallinn fjáröflun

NEYÐARKALLINN 2011 !



Kæru félagar sala á NEYÐARKALLINUM verður dagana 3. til 6. nóvember 2011, félagar eru allir hvattir til að taka þátt í þessari öflugu fjáröflun, skráning á vaktir eru að finna nánar í netpóstinum sem sendur hefur verið til þín.


Kær kveðja

Jón 8930733, Þráinn 6900710 og Stefán Þór 8444643.

Myndasýning Frakklandsfaranna

Fimm ferskir og fjallmyndalegir Flubbar dvöldu nýverið vikulangt í Annecy í Frakklandi þar sem þeir kynntu sér starfsemi 

fjallabjörgunarsveitarinnar og slökkviliðsins á svæðinu. 
Frakkarnir voru einstaklega gestrisnir og lögðu sig fram við að sýna Flubbum allar hliðar starfsemi sinnar, jafnt innanhúss sem utan.
 
Þriðjudagskvöldið 18.október kl.20 munu ferðalangarnir segja frá ferð sinni í máli og myndum.
Endalega kíkið og heyrið meira um það frábæra starf sem GMSP 74 (Le Groupe Montagne de Sapeurs-Pompiers de la Haute-Savoie) vinna á sínum heimaslóðum.
 
Kveðjur
 
Atli, Haukur, Heiða, Helgi og Sveinborg

Landsæfing 2011

Síðastliðna helgi var landsæfing á Ísafirði og nágrenni. Frá okkur fóru um 30 manns í þremur mismunandi hópum. Fjallasvið, leitarsvið og bílasvið. Farið var á FBSR 3, FBSR 4 og FBSR 5 ásamt einkabílum. Gist var í Grunnskólanum á Bolungarvík.

Landsæfing 2011

Síðastliðna helgi var landsæfing á Ísafirði og nágrenni. Frá okkur fóru um 30 manns í þremur mismunandi hópum. Fjallasvið, leitarsvið og bílasvið. Farið var á FBSR 3, FBSR 4 og FBSR 5 ásamt einkabílum. Gist var í Grunnskólanum á Bolungarvík.
Rýnifundur um æfinguna verður haldin strax að loknum frágangi eða kl 20 þriðjudaginn 11.Okt. Allir félagar velkomnir.

Cintamani dagar í Október

Fimmtudagar eru Björgunarsveitadagar í október.

Fimmtudagana 6., 13., 20. og 27. október langar okkur í Cintamani Bankastræti 7 að bjóða Björgunar- og Hjálparsveitum að koma til okkar og versla með 25% afslætti (15% af Canada Goose) milli kl. 19:00 og 21:00.  Full búð af Cintamani vörum og mikið úrval af Asics hlaupaskóm, Teva sandölum og Casall íþróttafatnað. Auk þess erum við með Ecco gönguskó, CamelBak vörurnar hinar einu sönnu, Sorel kuldaskó á börn og fullorðna, og  ýmislegt fleira.  Eigum von á nýjum Cintamani vörum og Teva kuldaskóm á næstunni,  fylgist með okkur á Facebook  Endilega nýtið ykkur þetta tilboð til að klæða ykkur upp fyrir veturinn.  Munið eftir Félagsskírteinum!  (með þeim fæst auðvitað líka 15% afsláttur alla daga hjá okkur)
Kær kveðja Starfsfólk Cintamani, Bankastræti 7, 101 Reykjavík.

Tilboð Fjallakofans

Nú er komið að því! Síðasta björgunarsveitarkvöldið í haust verður á miðvikudaginn, 5. október, kl. 18 til 21 í Fjallakofanum, Reykjavíkurvegi 64.
Boðið verður uppá léttar veitingar.  Auk uppboðsins verður tískusýning og fullt af frábærum tilboðum!
Uppboðið á ýmsum vörum hefst klukkan 19:30 auk þess sem það verður 20-50% afsláttur fullt af vörum.

 

Kaupfélagið opið, fatnaður til mátunar

Dagin öll
 
Á þriðjudaginn næstkomandi, 4 okt, verður Kaupfélagið opið frá kl 19 – 22 í höfuðstöðvum FBSR við flugvallaveg. 
 
Þar verður boðið uppá að koma og skoða þann fatnað sem Landsbjörg býður uppá og þá aðallega Taiga gallanna. Í boði verða allar stærðir svo fólk ætti að geta fundið sína stærð. Pöntunarlistar verða á svæðinu ásamt pallborðsumræðum um fatnað sem og möguleika á að fara í hóppantanir á búnaði.
 
Við hvetjum alla til að koma og skoða úrvalið og þá sérstaklega í ljósi þess að margir félagar eru að fara á landsæfinguna um næstu helgi. 
Nýliðahóparnir eru einnig sérstaklega velkomnir.
 
Kveðja
 
Kaupfélagið

Salur FBSR til leigu

Nú er hægt að leigja salinn í félagsheimilinu út til þeirra sem hafa áhuga.  Salurinn verður leigður frá 08:00 til 18:00 á virkum dögum, helgarleiga er öllu jafnan ekki leyfð nema engin starfsemi sé ráðgerð í salnum á sama tíma.  Áfengi verður ekki leyft undir neinum kringumstæðum.  Þeir sem hafa áhuga á því að leigja salinn er bent á að hafa samband við gjaldkera FBSR sem hefur netfangið [email protected]. Salurinn hefur stórt sýningatjald, myndvarpa, stóla og tússtöflu og 15 tveggja manna borð.  Þráðlaust internet er einnig í salnum.  Ágætt aðstaða er í eldhúsinu þar sem er kaffikanna, expressovél, hraðsuðuketill og örbylgjuofn eru til staðar.  Leigjandi kemur sjálfur með kaffi og kaffipoka því þar sem ekki er starfsmaður á staðnum til að gæta þess að það sé ávallt til staðar.  Leiguverðin eru hjá gjaldkeranum sem tekur niður pantanir,  greiða skal fyrir leigu á salnum fyrirfram inn á reikning tilgreindan af gjaldkera.  Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið netpóst og við svörum um hæl.
Kveðja stjórnin.