Greinasafn eftir: stjorn

Þakkir og þrettándasala

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vill þakka öllum  þeim er styrktu starf sveitarinnar með kaupum á jólatrjám og/eða flugeldum núna í desembermánuði. Salan gekk vonum framar og með henni er rekstur sveitarinnar tryggður áfram 🙂

Við minnum jafnframt hina sprengiglöðu á að við verðum með þrettándasölu í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg 5. og 6.janúar.

Sölustaðurinn verður opinn sem hér segir:

Fimmtudagur: 16:00 – 20:00

Föstudagur: 12:00 – 20:00

 

Útkall við Nesjavelli

Þessa stundina stendur yfir aðgerðin fastur bíll á Nesjavallaleiðinni.  Á svæðinu eru FBSR 4 og 5 með Magnús Ægi. Sveini, Bryjólfi, Davíði, Addý og Guðjóni Benf.
Gríðarlega mikill snjór er á svæðinu og færðin mjög erfið.

Kv. heimastjórn

 

Neyðarlögin 2011

Nú er að fara í gang söfnunarátak til handa björgunarsveitum landsins með sölu á geisladisknum Neyðarlögin 2011 fram til áramóta.
Við væntum þess að björgunarsveitir skipuleggi sem fyrst sölu á honum með því að ganga í hús í sínu byggðarlagi sem og með sölu við verslanir og þjónustustofnanir. Diskurinn kostar þar 2.500 krónur.. Diskurinn verður jafnframt seldur í verslunum og bensínstöðum til áramóta.

Sjá einnig fésbókarsíðuna
http://www.facebook.com/pages/Neydarlogin_2011/309808472371754?sk=wall.

Finna má nánari upplýsingar í netpósti sem sendur hefur verið á netfangið þitt.

MYNDASÝNING Á ÞRIÐJUDAGINN!

ó hó hó…. kominn snjór og tími á skemmtilega myndasýningu á Þriðjudaginn kemur (29. nóv) kl. 20.00 niður í Sveit. Halli Kristins og Maggi Andrésar sýna myndir úr ferð sem þeir félagar fóru á fjallið Mt. Kazbek í Georgíu í ágúst stl. Allir að mæta með góða skapið og skrifblokk fyrir eiginhandaáritanir….

Hér er smá upprifjun af „“statusi““ sem var póstaður á facebook síðu FBSR eftir ferðina.
——-
Flubbar fyrstir Íslendinga á Mount Kazbek
Flubbarnir Hallgrímur Kristinsson og Magnús Andrésson komust núna á mánudaginn 15. Ágúst, fyrstir Íslendinga á top Mount Kazbek í Georgíu (5.047 mys). Þeir voru þar á ferð með fimm öðrum Íslendingum og komust allir á toppinn eftir fjögurra daga aðlögun á fjallinu. Mount Kazbek er eitt af hæstu fjöllum Kákasus fjallgarðsins og stendur á landamærum Georgíu og Rússlands. Fjallið er hæsta eldfjall Georgíu og þykir eitt fallegasta fjall Kákasus enda er það gjarnan notað á kynningarefni fyrir Georgíu. Hallgrímur og Magnús voru á toppnum um hádegi á Georgískum tíma en höfðu lagt af stað úr efstu búðum um klukkan fjögur um morguninn. Samtals tók toppadagurinn um 14 klst. Sól var á toppnum en töluverður vindur og hálfskýjað. Á meðfylgjandi mynd má sjá félaganna bera stoltur fána FBSR á toppnum

Aðstoð í Reykjadal

27. nóvember 2011.  Þessa stundina eru þeir Magnús Viðar, Viktor, Sveinn Hákon, Magnús Ægir og Eyþór Kári í þessu verkefni.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út til aðstoðar erlendum ferðamanna í Reykjadal á Hellisheiði. Sá hringdi inn til Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð, telur sig fótbrotinn. Björgunarsveitir frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi eru á leið á staðinn en reynist ástand hans rétt þarf að bera viðkomandi langa leið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. Til þess þarf á bilinu 10 – 20 björgunarsveitarmenn enda aðstæður þannig að hált er á svæðinu.

Kv. Heimastjórn.

 

Upprifjunarkvöld í fyrstu hjálp

Nú í kvöld stóð yfir upprifjun í fyrstu hjálp. Tilefnið er risa sjúkraæfing næstkomandi helgi. Eitt var 30mín í bóklega upprifjun en því næst var farið í verklegar stöðvar. Þar var farið í sáraumbúðir, líkamsskoðun, endurlífgun, skráning, lífsmörk, spelkur og síðast en ekki síst þríhyrningaæfingar.

Mættir vorum:
Nína, Sveinborg, Sigga Sif, Viktor, Indy, Kitta, Jói Kolbeins, Sveinn, Eiríkur, David, Hrafnhildur, Brynjólfur, Haukur E., Snæbjörn, Guðni, Hrund, Þórarinn, Addý, Stebbi Twist, Agnes og Sóley.

Það má þó nefna að fleira var um að vera í húsi og margar nefndir að störfum.

Þeir sem eiga eftir að skrá sig á risa sjúkraæfinguna næstkomandi laugardag er bent á tengil í síðasta fréttabréfi.

kv. Sjúkrasvið

 

Mikid um ad vera i husi i kvold

Virkilega gamn ad sja lifid i husinu nuna i kvold. Oll herbergi full af mannskap a fundum, hvert a sinu svidi. Hvert einasta rymi er nytt til fulls. Hofum ekki sed svona mikid um ad vera i mjog langan tima. Meira ad segja er kvennadeildin og Lavardar med fund.
Kv. stjorn.

Olís sérkjör handa þér og þínum

Hér eru upplýsingar sem við biðjum þig um að lesa vel og taka þátt í með okkur. Einnig hafa þessar upplýsingar verið sendar þér á netpósti.  Mundu að þetta er handa þér, vinum og vandamönnum.   Allir eiga að geta lagt okkur lið.

Sérkjör fyrir félagsmenn, vini og vandamenn Slysa-varnarfélagsins Landsbjargar
Olís og ÓB bjóða félagsmönnum, vinum og vandamönnum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar Tvennukort Olís og ÓB. Tvennukortið er staðgreiðslukort sem tryggir þér góðan afslátt af eldsneyti, vörum og þjónustu hjá Olís og ÓB. Ekki þarf að tengja kortið við debet- eða kreditkort, þú einfaldlega framvísar kortinu þegar þú greiðir.
Afsláttur sem kortið veitir:
-5 kr. af lítra frá dæluverði á þjónustustöðvum Olís
-3 kr. af lítra frá dæluverði hjá ÓB
15% afsláttur af bílavörum á þjónustustöðvum Olís
12% afsláttur af smurolíum hjá Olís
10% afsláttur af Quiznos og heitum mat hjá Olís
5-10% afsláttur af öðrum vörum
nema af tóbaki, símakortum, happadrætti, tímaritum eða blöðum
10% afsláttur af útivistar- og ferðavörum hjá Ellingsen
nema af ferðatækjum eða vörum á tilboði
10% afsláttur hjá smurstöðvum Olís og hjá MAX 1
Sérstakur stuðningur við þína sveit
Olís og ÓB greiða 2.500 kr. til félagsins fyrir hvert útgefið kort sem nær lágmarksveltu (200 lítrar). Til viðbótar fær félagið 1 krónu af hverjum eldsneytislítra sem greiddur er með kortinu.
Svona sækirðu um sérkjörin
Þú getur sótt um kortið á http://www.olis.is/landsbjorg
Gættu þess að velja í flettiglugganum þína sveit og setja í reitinn þar sem stendur „Hópur“.
Við sendum þér svo kortið heim í pósti, þér að kostnaðarlausu.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um sérkjörin hafðu samband kortadeild Olís í síma 515 1141.

Kv. stjórn.

 

 

Innanbæjarleit

Óskað var eftir sérhæfðum leitarhóp kl 15:39 í dag og voru 5 félagar FBSR farnir úr húsi kl 16:00, 8 manns biðu tilbúin í húsi ef óskað yrði eftir frekari aðstoð við leit.

Kl: 17:15 var aðgerð hætt, við þökkum öllum sem mættu til að aðstoða við útkallið.

Kv, heimastjórn

Útkalll á Fimmvörðuháls

Klukkan er nú 01:20 aðfaranótt 10. nóvember
Yfir stendur leit er að manni á Fimmvörðuhálsi. Frá FBSR eru eftirtaldir aðilar að störfum:
Jónas Guðmundsson stýrir aðgerðum svæðisstjórnar á Fimmvörðuhálsi
Í FBSR 3 eru 7 björgunarmenn : Guðjón Benfield, Þórarinn Gunnarsson, Sveinn Hákon, Sverrir Karl, Mummi, Guðni Pálll, Védís
Í FBSR 4 eru 5 björgunarmenn : Eyþór Snorrason, Eyþór Kári, Ólafur Magnússon, Magnús Viðar, Viktor
Í FBSR 6 eru 2 björgunarmenn : Stefán Már, Guðmundur Arnar
Í heimastjórn eru þeir Þráinn, Atli og Ottó
Einn Flubbi í húsi sem ekki náði bíl er Haukur Eggertsson

Þess ber að geta að Jónas Guð er á staðnum sem vettvangsstjóri á vegum Landsstjórnar

Klukkan er nú 08:21
Annar bíll sendur af stað með mannskap, vistir og svefnpoka fyrir þá sem fóru í nótt.
Í FBSR 5 eru 5 björgunarmenn : Gerard, Axel Tómas, Emil, Stefán Þórarinsson, Haukur Eggertsson

Klukkan er nú 10:05
Okkar menn á Fimmvörðuhálsi eru komnir í hvíld eftir mjög erfiða nótt við leit í erfiðum aðstæðum.
FBSR 5 er kominn að Hvolsvelli.

Klukkan 11:30
Agnes mætir í hússtjórn.

Klukkan 12:40
Fóru úr húsi FBSR 7 með 3 sleða. Þar fóru Þór Kjartansson og Björn Jóhann Gunnarsson.

Klukkan 14:30
Addý og Hallgrímur mæta í hús að aðstoða heimastjórn.

Klukkan 14:40
FBSR 8 fer úr húsi. Í bíl er 4 skiptimenn. Símon Elvar, Sigga Sif, Brynjólfur, David Karnaá.

Klukkan 16:00 G. Atli fer heim úr heimastjórn eftir 16 tíma vakt.

Klukkan 17:00
Björninn fer úr húsi

Klukkan 17.30
Send út útkall á boða á alla inngengna félaga. 6 félagar svöruðu útkalli sem fara sem skiptimannskaður kl 20. Enn laust pláss fyrir 6 manns.

Klukkan 18:00
4 félagar mæta í hús að aðstoða heimastjórn, Jón Smári B2, Borghildur, Sóley og Hrafnhildur. Redda mat, tússtöflum og félagskap.

Klukkan 18:50
FBSR 3 Kallar sig inn eru að leggja af stað til baka frá Skógum og eru á leið í hús eftir 19 klst útkall.

Arnar mættur í heimastjórn

Klukkan 20:10
Rúta FBSR 9 fer af stað frá húsi með 18 manns. Jón Sigfús sem bílstjóri. Heiða Jóns, Sveinborg, Gilsi, Baldur, Jói Kolbeins, Hlynur, Vignir, Helga og Helgi Egils. Ásamt 7 einstaklingum frá HSSR og 2 frá Ársæli.

Klukkan 20:30
Logi B2 mætir í hús að aðstoða heimastjórn.

Klukkan 21:07
Þráinn fer heim eftir 21 klst vakt í hússtjórn.

Klukkan 22:19
FBSR 3 kemur heim í hús.

Klukkan 12:00 Gunnar Atli, Jón Svavars og Halldór mættir í heimastjórn

Klukkan 1:10 FBSR 4 og 5 fara heim í hvílu eftir sólarhirngs útkallsvakt. Nýr mannskapur í rútu eru staðgenglar þeirra á svæðinu.

Klukkan 02:00
Agnes fer heim úr heimastjórn

Klukkan 03:15
Sleðamenn lagðir af stað heim frá Skógum Bjössi, Stebbi, Þór og Guðmundur Arnar og Arnar fer heim úr heimastjórn

Klukkan 4:51 eru þrír hópar í og á leið í leit á Sólheimajökli eftir stutta hvíld.

Klukkan 5:40 sérhæfður jöklahópur fer úr húsi á FBSR 3 og verða mættir í birtingu við jökul, Arnaldur Gylfason, Jón Gauti Jónsson, Leifur Örn Svavarsson, Jóhann Garðar Þorbjörnsson og Guðjón Benfield

06:00 Sleðasviðsmennirnir Þór, Stefán, Arnar og Björn komnir í hús

Klukkan 5:50 sleðamenn mæta í hús FBSR eftir langt úthald í erfiðum aðstæðum, Guðmundur Arnar, Stefán Már, Þór Kjartansson og Björn Jóhann Gunnarsson

Klukkan 9:00
Agnes mætir í heimastjórn

Klukkan 11:00
Þráinn mætir í heimastjórn og Jón fer heim

Klukkan 15:50 FBSR 3 leggur af stað í bæinn með Sveinborgu, Hlyn, Baldur, Helga, Siggu Sif, David og Heiðu

Klukkan 16:20 FBSR 5 er að leggja af stað í bæinn frá Sólheimajökli með Jóa Kolbeins, Þorgils, Vignir, Helgu og Brynjólf

Klukkan er 18:40
FBSR 3 kominn í hús með Helga, Sveinborgu, Hlyn, Heiðu, Siggu Sif, Davíð Kára og Baldur
FBSR 5 kominn í hús með Jóa Kolbeins, Þorgild, Vignir, Helgu og Billa
FBSR 4 er ókominn í hús en er á leiðinni en það eru þeir Arnaldur Gylfa, Jón Gauti, Leifur Örn, Jóhann G og Guðjón Benfield.

Klukkan er 19:24 Ottó er nú starfandi í Heimastjórn fram í nóttina og er að skipuleggja brottförina klukkan 04:00 í nótt ásamt Hrund, bílasviði og B2, tanka bíla, hlaða stöðvar, græja og gera. Við höfum nú þegar list yfir þá sem eru tilbúnir að fara í fyrramálið. Ef þú kemst þá láttu okkur vita. Skilaboð gegnum Boða verður sent út. Einnig mun fara hópur frá Reykjavík um klukkan 09:30 í fyrramálið með 4 tveggja manna Fis-flugvélum, einn flubbi og einn flugmaður. Er þetta tilraun sem átti í raun ekki að fara fram í raunverulegu útkalli heldur æfingu á næstu vikum en við ákváðum að reyna þetta og sjá hvað setur.

Klukkan er 23:56 Boði sendur út og það var enginn sem komst til að fylla annan bíl, við verðum því með 8 aðila við aðgerð á laugardeginum.

Klukkan er 02:30
B2 fólkið Arnar, María, Brynjar og Dana eru mætt í hús til að taka búnaðinn frá fyrri hópum úr þurrki ofan í sínar töskur og græja FBSR 5 fyrir gengið sem kemur á eftir. Það er ljóst að við sendum FBSR 5 með 3 aðila, þá Svein, Agnesi Davy, og Jón Þorgríms.
Á fisvélunum fjórum verða Stefán Þórsson, Þormóður, Elin og Jói Kolbeins.

Klukkan er 4:39

Elsa G hefur tekið við af Ottó í heimastjórn. Úr húsi var að fara FBSR5 með Svein, Agenis og Jón Þorgríms innanborðs. Einnig úr húsi voru að fara Arnar, María, Brynjar og Dana (B2) sem aðstoðuðu við að pakka saman fyrir útkallsfólk.

Klukkan er 07.00

Vaktaskipti í heimastjórn, Elsa G fer heim og Arnar Bergmann tekur við.

Klukka er 09.00 

Nú er FIS hópurinn að undirbúa flugtak frá Úlfarsfelli. Mun hópurinn fljúga með þjóðvegi 1 austur og er ETA á Sólheimajökul kl. 10.30. Í hópnum eru Stefán Þór, Jói Kolbeins, Elín og Þormóður ásamt 4 flugmönnum frá FIS félaginu.

Klukkan er 11.20

Fis hópur FBSR er nú í þessum töluðu orðum að taka á loft frá Skógum. Munu þeir leita árfarvegin meðfram Jökulsá á Sólheimasandi í samstarfi með LHG. Eru þeir búnir að tanka á Skógum eftir flugið austur og hafa u.þ.b 1 klst í flugþoli á svæðinu. 

 

Klukkan er 13.10

Maðurinn fundinn rétt fyrir hádegi og eru okkar menn á jökli að koma sér niður. 

Heimastjórn FBSR vill þakka öllum félögum sem tóku þátt, bæði á vettvangi og þeim fjöldamörgu sem lagt hafa hönd á plóg í bækistöð FBSR. Einnig ber að þakka Fisfélaginu þeirra þáttöku í tilraun með leitarflug sem fór fram nú í morgun.

Kv. Heimastjórn