Greinasafn eftir: stjorn

Umsóknir námskeiða

Nýtt fyrirkomulag er á umsóknum um námskeið.  Hafi viðkomandi áhuga á einhverju námskeiði Björgunarskólans skal hann sækja um það til síns sviðsstjóra og mun umsóknin tekin fyrir á næsta Sviðsstjórafundi.

Kveðja Stjórn

Leit við Meðalfellsvatn

Frá FBSR fóru 6 menn á FBSR 3 að söfnunarsvæði við Kaffi Kjós og er Fishópurinn að vinna hér í húsi að sínu verkefni og stefnir í 2 fis að svo stöddu.
FBSR FIS 1  með Indíönu fer að fara í loftið á næstu mínútum.
Kv. Heimastjórn / Ottó

Sjálfsmat og stöðumat

Hæ félagi.
Núna er að finna á vef Landsbjargar www.landsbjorg.is/skoli upplýsingar
um sjálfsmat og stöðumat.  Takist þér vel upp í sjálfsmatinu þá er næsta
skref að taka stöðumat..  Hér er um að ræða möguleika að taka "test" á kunnáttu sinni og
takist það vel færðu það skráð auk metið sem fullt námskeið og málið er dautt.  

Námskeiðin sem eru í boði eru: fyrsta hjálp, fjallamennska 1, leitartækni, snjóflóð 1 og ferðamennska.

Kveðja Ottó.

Lávarðafundur

Þessa stundina eru Lávarðar að funda í hús í sínu venjulega laugardagskaffi og hafa menn frá mörgu að segja.  Í salnum er síðan námskeið fallhlífaklúbbsins og sleðamaðurinn Stefán Már að vinna í salnum.  Mikið líf í húsi þessa stundina.

 

Ottó.

Hálendisgæslan

Stjórnarfundi var að ljúka fyrir stundu og er það ákvörðun stjórnar að FBSR mun ekki taka þátt í hálendisgæslunni þetta árið.  Séu spurningar varðandi ákvörðunina þá sendið mér netpóst eða hringið í mig.

Ottó.

Aðstoð vegna ófærðar

26. janúar 2012 klukkan 02:03
FBSR 5 með þeim Hauki Inga og Eyþóri Snorrasyni er við störf vegna ófærðar, verkefnin eru þónokkur skv. fjarskiptum og eru bæði snjóbíll Ísak og Hagglundinn komnir út að aðstoða líka.
Alltaf gaman að vita af snjóbílum við störf.
Kveðja heimastjórn.