Helgina 21. – 23. september 2012 var farin fyrsta ferð í nýliðanna í B1. Fyrir ferðina höfðum við fengið fyrirlestra um hvernig við áttum klæða okkur, haga búnaði, hvað skynsamlegt nesti innihélt og hvernig átti að tala í talstöð. Talstöðvarnar voru það fyrsta til að koma mér á óvart, því það að tala í talstöðvar hljómar mjög einfalt en það reyndist hægara sagt en gert að muna hvað átti að segja og hvernig. „FBSR æfingastjórn, FBSR hópur 2 kallar.“ Ofsalega einfalt en ofsalega auðvelt að klúðra uppi á fjalli í roki. Búnaðarfyrirlestrarnir voru auðveldari að meðtaka en þeim fylgdu líka verslunarferðir í allar útivistarbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu í leit að rétta jakkanum, rétta föðurlandinu og fullkomna matarílátinu.
Við mættum upp í hús FBSR á föstudagskvöldi klukkan 7 eins og venja er fyrir allar ferðir. Þá vorum við búin að skipta okkur niður á tjöld og tjaldfélagarnir búnir að ákveða innbyrðis hver kæmi með prímus og pott. Það var spenningur í hópnum þegar allir voru búnir að koma sér upp í bílana og lagt á stað stundvíslega klukkan átta. Halda áfram að lesa