Greinasafn eftir: Ritstjórn

Spurningar um nýliðastarf?

Nýliðastarfið hefst nú í vikunni og verður fyrsti göngutúr 31. ágúst / 1. sept. (val um dag). Fyrsta eiginlega námskeið hefst mánudagskvöldið 5. sept. Ef þú vilt vera með eða hefur spurningar um nýliðastarfið, hafðu þá samband við nýliðaþjálfarana með því að senda póst á nylidar2022<hjá>fbsr.is

Aðalfundur FBSR

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 30. maí á Flugvallarveginum og hefst hann kl. 20:00.

Kvennadeildin sér um bakkelsið.

Að loknum aðalfundi verður til sýnis Ford F150, sem er langt kominn í breytingum fyrir FBSR.

Dagskrá aðalfundar sbr. lög FBSR.

  1. Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Lagabreytingar.
  6. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði.
  7. Kosning stjórnar.
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd.
  10. Önnur mál.

Ágrip úr sögu FBSR

Í tilefni af 70 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík hafa nú verið birt nokkur söguágrip hér á vefsíðunni. Auk þess að fara í gegnum söguna eru ágrip um frumkvöðlastarf í fjarskiptum og sagt frá fyrsta leitarhundi landsins, sem var í eigu FBSR. Þá er þar yfirlit yfir húsnæðissögu sveitarinnar, starf Kvennadeildar FBS og tekin staðan á árinu 2020.

Hægt er nálgast söguyfirlitin í valmyndinni undir „FBSR í 70 ár“.

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík 70 ára

Í dag fagnar Flugbjörgunarsveitin Reykjavík 70 ára afmæli sínu, en á þessum degi árið 1950 kom hópur manna saman í kjölfar Geysis slyssins og ákvað að stofna félag sem hefði það að markmið „fyrst og fremst að aðstoða við björgun manna úr flugslysum og leita að flugvélum sem týnst hafa. Í öðru lagi að hjálpa þegar aðstoðar er beðið og talið er að sérþekking og tæki félagsins geti komið að gagni.“

Í dag koma á bilinu 200-300 manns að starfi sveitarinnar á ári hverju, bæði við æfingar, útköll og fjáraflanir. Í tilefni þess verðum við með afmælisstreymi á Facebook síðu sveitarinnar þar sem við lítum aðeins um öxl og förum yfir söguna og heyrum í félögum.

Hægt er að finna streymið í meðfylgjandi tengli.

Húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík í bröggum við Nauthólsvík frá 1964-1990.

Nýtt fólk!

Á aðalfundi FBSR síðastliðinn laugardag gengu 18 manns í sveitina eftir tveggja „skólaára“ þjálfun. Hér má sjá hluta hópsins ásamt þjálfurum þeirra. Þetta öfluga fólk er þegar farið að láta mikið til sín taka í starfi sveitarinnar og útköllum.

Aðalfundur FBSR 25. maí

Aðalfundur FBSR verður haldinn 25. maí nk. og hefst hann kl. 12:00.

Dagskrá aðalfundar:
1. Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
4. Inntaka nýrra félaga.
5. Lagabreytingar ef þeirra er getið í fundarboði
6. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði.
7. Kosning stjórnar
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd
10. Önnur má

Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000kr. Greiða þarf fyrir með seðlum.

Heimsókn frá Ísaksskóla

Á miðvikudaginn fengum við í FBSR skemmtilega heimsókn þegar stór hópur frá Ísaksskóla kíkti við. Heimsóknin var hluti af þemadögum hjá krökkum í 3. og 4. bekk og fengu þau stutta fræðslu um FBSR og björgunarsveitir almennt. Þá fengu þau að skoða tæki og búnað sveitarinnar, fræðast um fallhlífahópinn og hitta hundinn Rökkva.

Í það heila komu um 100 í heimsókn og var einstaklega gaman að sjá svona marga fróðleiksfúsa og áhugasama um starfið og hvað það er sem björgunarsveitarfólk gerir.

Við þökkum kærlega fyrir innlitið og vonumst til að sjá sem flesta eftir tæplega áratug eða svo í nýliðastarfinu.