Fullt nafn: Andrea Maja Burgherr
Gælunafn: Búgi
Aldur: 40 ára
Gekk inn í sveitina árið: Ég held að það hafi verið 1999
Atvinna/nám: Er smíðakennari og leiðsögumaður að mennt en vinn hjá ferðaskrifstofunni hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.
Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Andra Sigurjónssyni og og var að eignastlítinn strák, Thomas, þann 28.2.07. Hann dafnar vel 🙂
Gæludýr: köttur sem heitir Emil
Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Búin að vera frekur óvirk undanfarið vegna hnéaðgerðar og óléttu. En er annars í leitarhópnum og bílahóp.
Áhugamál: ferðast náttúrulega innanlands sem og í útlöndum gangandi eða á skíðum. Blak, komst næstum því í landslið ;-), spila á gítar, hitta góða vini
Uppáhalds staður á landinu: Það eru allt of margir staðir en kannski helst Grænalón við Vatnajökul.
Uppáhalds matur: Mér finnst skemmtilegast að smakka sem fjölbreyttastan mat frá mismunandi löndum með framandi kryddum.
Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Kalt pasta við Fimmvörðuháls þar sem prímus virkaði ekki nógu vel og það var bara pastamauk með ostasósu, oj bjakk!
Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Gera góða heimsreisu með fjölskyldunni.
Æðsta markmið: „To live a fulfilling life“
Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Þau eru mörg, en yfirleitt eru það ferðir sem voru farnar þar sem veðrið eða aðstæður voru erfiðar og maður kom endurnærður í huganum í bæinn, en líkamlega frekar á þrotum…..
Frakkland, Via ferrata með slökkviliði frá Annecy, 2001
Sviss, Diavolezza: Piz Bernina í bakgrunni, september 2006
Ólétt í desember 2006, komin 8 mánuði á leið
Og hér er sá sem þandi út mallann á mömmu, Thomas, orðin 1 mánaða gamall
Grænland 2003, á sólarströnd
Á Snæfellsjökli með Bryndísi Guðnadóttur
Hvannadalshnjúkur 2006 með Andra