Afmælishátíð – FBSR 65 ára

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hélt upp á 65 ára afmæli sitt á laugardagskvöldið, en sveitin var stofnuð 27. Nóvember 1950 í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli það sama ár.

Rúmlega 130 manns mættu á hátíðina, sem haldin var á Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll, en gestir voru á öllum aldri og þeir elstu á níræðis- og tíræðisaldri og hafa starfað með sveitinni í meira en hálfa öld.

Á hátíðinni var Stefán Bjarnason gerður að heiðursfélaga, en hann gekk inn í sveitina árið 1954. Hefur Stefán setið í stjórn félagsins í fjölda ára, sinnt ýmsum ábyrgðastörfum fyrir sveitina og leiddi hann meðal annars byggingu núverandi húsnæðis sveitarinnar fyrir um 25 árum síðan og smíði fjallaskála félagsins í Tindfjöllum.

FBSR-65_311015_JON8623-11

Stefán Bjarnason, heiðursfélagi FBSR, ásamt Jóhannesi I. Kolbeinssyni, formanni.

Á hátíðinni fengu einnig eftirtaldir einstaklingar heiðursmerki sveitarinnar:

Gullmerki:
Freyr Bjartmarz
Grétar Pálsson
Jónas Guðmundsson
Sigurður Sigurðsson

Gullmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

Gullmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

 

 

Silfurmerki:
Jörundur Guðmundsson
Guðmundur Magnússon
Guðmundur Baldursson
Bergsteinn Harðarson
Kristbjörg Pálsdóttir
Þráinn Þórisson
Frímann Andrésson
Marteinn Sigurðsson
Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir
Arnar Már Bergmann
Guðmundur Arnar Ástvaldsson

Silfurorðuhafar ásamt varaformanni og formanni sveitarinnar.

Silfurorðuhafar ásamt varaformanni og formanni sveitarinnar. Á myndina vantar þau Guðmund Baldursson, Sveinborgu Hlíf Gunnarsdóttur og Bergstein Harðarson.

Bronsmerki:
Pétur Hermannsson
Elsa Gunnarsdóttir
Heiða Jónsdóttir
Ásgeir Sigurðsson
Eyþór Helgi Ílfarsson
Ólafur Magnússon
Steinar Sigurðsson
Jóhannes Ingi Kolbeinsson

Bronsmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

Bronsmerkishafar ásamt varaformanni

Er þeim þakkað mikið, gott og óeigingjarnt starf fyrir sveitina í gegnum árin.

Stofnfélagar Flugbjörgunarsveitarinnar voru 29 talsins og fyrsti formaður var kjörinn Þorsteinn E. Jónsson flugmaður. Síðan þá hafa 13 gengt því embætti og voru myndir af öllum formönnunum afhjúpaðar í tilefni af afmælinu í húsnæði sveitarinnar.

Myndir: Jón Svavarsson