Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hélt upp á 65 ára afmæli sitt á laugardagskvöldið, en sveitin var stofnuð 27. Nóvember 1950 í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli það sama ár.
Rúmlega 130 manns mættu á hátíðina, sem haldin var á Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll, en gestir voru á öllum aldri og þeir elstu á níræðis- og tíræðisaldri og hafa starfað með sveitinni í meira en hálfa öld.
Á hátíðinni var Stefán Bjarnason gerður að heiðursfélaga, en hann gekk inn í sveitina árið 1954. Hefur Stefán setið í stjórn félagsins í fjölda ára, sinnt ýmsum ábyrgðastörfum fyrir sveitina og leiddi hann meðal annars byggingu núverandi húsnæðis sveitarinnar fyrir um 25 árum síðan og smíði fjallaskála félagsins í Tindfjöllum.
Á hátíðinni fengu einnig eftirtaldir einstaklingar heiðursmerki sveitarinnar:
Gullmerki:
Freyr Bjartmarz
Grétar Pálsson
Jónas Guðmundsson
Sigurður Sigurðsson
Silfurmerki:
Jörundur Guðmundsson
Guðmundur Magnússon
Guðmundur Baldursson
Bergsteinn Harðarson
Kristbjörg Pálsdóttir
Þráinn Þórisson
Frímann Andrésson
Marteinn Sigurðsson
Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir
Arnar Már Bergmann
Guðmundur Arnar Ástvaldsson
Bronsmerki:
Pétur Hermannsson
Elsa Gunnarsdóttir
Heiða Jónsdóttir
Ásgeir Sigurðsson
Eyþór Helgi Ílfarsson
Ólafur Magnússon
Steinar Sigurðsson
Jóhannes Ingi Kolbeinsson
Er þeim þakkað mikið, gott og óeigingjarnt starf fyrir sveitina í gegnum árin.
Stofnfélagar Flugbjörgunarsveitarinnar voru 29 talsins og fyrsti formaður var kjörinn Þorsteinn E. Jónsson flugmaður. Síðan þá hafa 13 gengt því embætti og voru myndir af öllum formönnunum afhjúpaðar í tilefni af afmælinu í húsnæði sveitarinnar.
Myndir: Jón Svavarsson