Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn þann 8. maí 2013 kl. 20:00 í húsi sveitarinnar að Flugvallarvegi.
Dagskrá fundarins:
1. Formaður setur fund.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
4. Endurskoðaður rekstrar og efnahagsreikningur 2012, samþykktur af félagslega kjörnum endurskoðendum og umræður um hann.
5. Inntaka nýrra félaga.
6. Hlé – Kaffiveitingar á vegum kvennadeildarinnar, kr. 1.500 (í reiðufé)
7. Kosning formanns (til eins árs).
8. Kosning tveggja meðstjórnenda (árlega til tveggja ára).
8.a Kosning meðstjórnanda til eins árs í stað fráfarandi stjórnarmanns
9. Kosning tveggja varastjórnenda (til eins árs).
10. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
11. Tillaga að lagabreytingu, umræða og kosning
12. Önnur mál
Lagabreytingatillaga hefur löglega borist stjórn og er svo hljóðandi:
„Við undirritaðir Marteinn Sigurðsson og Stefán Þórarinsson gerum það að tillögu okkar að 1. Lið í 3. Grein laga FBSR sem hljóðar svo „Að verða minnsta kosti 17 ára á því ári sem þjálfun byrjar“ verði breytt og mun hljóða svo „Að vera 19 ára þegar þjálfun hefst en undanþágu má gera hafi viðkomandi orðið 18 ára á árinu sem þjálfun hefst“.
Við hvetjum alla félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.