Aðalfundur 2018

Kæru félagar.

 

Aðalfundur FBSR verður haldinn miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fundinn og ber fram tillögu um fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Hlé
  6. Lagabreytingatillögur ræddar og bornar undir atkvæði
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd
  10. Önnur mál

Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000 kr. Greiða þarf fyrir með peningum.

 

Breytingartillögur á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík

Frá Eysteini Hjálmarssyni barst eftirfarandi breytingartillaga:

Lagt er til að eftirfarandi texti í 10. grein verði felldur úr lögum sveitarinnar:

Sjái félagi sér ekki fært að mæta á aðalfund getur hann gefið öðrum félaga umboð til að fara með atkvæði sitt á fundinum, þó getur einn maður aldrei farið með fleiri en tvö atkvæði þ.e. sitt eigið og eitt samkvæmt umboði. Umboðið skal vera skriflegt og undirritað af tveimur vottum.

 

Frá Birni Jóhanni Gunnarssyni barst eftirfarandi breytingartillaga:

Lagt er til að eftirfarandi texti verði bætt við 12. grein:

Til að geta boðið sig fram í stjórn FBSR þarf viðkomandi að hafa verið fullgildur meðlimur FBSR í hið minnsta 1 ár og á þeim tíma tekið þátt í starfi sveitarinnar til að öðlast þekkingu á starfi FBSR

 

Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Stjórnin.

Skildu eftir svar