Í haust munu verða gerðar talsverðar breytingar á húsnæðinu okkar.
Laugardaginn 26. ágúst verður vinnudagur þar sem þessar breytingar
verða undirbúnar. Félagar eru beðnir um að rýma skápana sína fyrir þann
dag!
Í haust verða gerðar talsverðar breytingar á húsnæðinu okkar.
Ætlunin er að rífa veggi og skápa á milliloftunum inni í bílasal. Öðru
megin verður komið upp félagsaðstöðu og nýju stjórnarherbergi en hinu
megin verður komið fyrir skápum fyrir einstaklingsbúnað. ÞAU SEM EIGA DÓT Í SKÁPUM VERÐA AÐ RÝMA ÞÁ FYRIR 26 ÁGÚST!
Til þess að hægt verði að byrja á þessari vinnu þá ætlum við að koma
saman á laugardaginn 26. ágúst til að henda út gömlu dóti og drasli,
sem safnast hefur upp í skúmaskotum yfir árin, og henda því sem ekki
telst til verðmæta. Ef nægur mannskapur fæst þá verður eflaust hægt að
byrja á niðurrifsstarfseminni. Í lok dags verður grillið fírað upp og
sitthvað fleira skemmtilegt gert. Nýr vefur fbsr.is verður kynntur og vel gengur, þá verður nýr bíll kominn í hús og verður hann þá vitaskuld til sýnis.