ó hó hó…. kominn snjór og tími á skemmtilega myndasýningu á Þriðjudaginn kemur (29. nóv) kl. 20.00 niður í Sveit. Halli Kristins og Maggi Andrésar sýna myndir úr ferð sem þeir félagar fóru á fjallið Mt. Kazbek í Georgíu í ágúst stl. Allir að mæta með góða skapið og skrifblokk fyrir eiginhandaáritanir….
Hér er smá upprifjun af „“statusi““ sem var póstaður á facebook síðu FBSR eftir ferðina.
——-
Flubbar fyrstir Íslendinga á Mount Kazbek
Flubbarnir Hallgrímur Kristinsson og Magnús Andrésson komust núna á mánudaginn 15. Ágúst, fyrstir Íslendinga á top Mount Kazbek í Georgíu (5.047 mys). Þeir voru þar á ferð með fimm öðrum Íslendingum og komust allir á toppinn eftir fjögurra daga aðlögun á fjallinu. Mount Kazbek er eitt af hæstu fjöllum Kákasus fjallgarðsins og stendur á landamærum Georgíu og Rússlands. Fjallið er hæsta eldfjall Georgíu og þykir eitt fallegasta fjall Kákasus enda er það gjarnan notað á kynningarefni fyrir Georgíu. Hallgrímur og Magnús voru á toppnum um hádegi á Georgískum tíma en höfðu lagt af stað úr efstu búðum um klukkan fjögur um morguninn. Samtals tók toppadagurinn um 14 klst. Sól var á toppnum en töluverður vindur og hálfskýjað. Á meðfylgjandi mynd má sjá félaganna bera stoltur fána FBSR á toppnum