Laugardaginn 5. mars var FBSR kölluð út vegna vélsleðamanna sem týnst höfðu við Hrafntinnusker.
Á staðnum höfðum við fyrir tvo jeppa og tvo vélsleða sem voru þar á sleðaæfingnu Kyndils í Hvanngili en báðum hópum var snúið að útkallinu. Að auki voru tveir vélsleðar sendir úr bænum og skíðamenn gerðir klárir. Ekki kom þó til þess að skíðamenn yrðu sendir af stað þar sem veðrið bauð ekki uppá það.
Því miður brotnaði öxull á FBSR5 svo það teymi datt snemma úr skaftinu. Gert verður við það í vikunni svo bíllinn verði klár í að fylgja gönguhóp inní Landmannalaugar um næstu helgi.
Hvetjum við olíumaura sveitarinnar til þess að mæta á þriðjudag og hjálpast að við að koma öxlinum undir FBSR5.