Fyrirlestraröð

Í viðbót við fyrirlestra Jóns og Dagbjarts sem þegar hafa verið auglýstir fáum við Arnar Bergmann til okkar á fimmtdaginn. Höfum við því þrjá mjög skemmtilega fyrirlestra í næstu viku, nokkuð sem lýsa má sem mini-Björgun. Vikunni verður svo lokað með góðri ferð í Landmannalaugar.

Þriðjudaginn 8.mars kl 20:00

Jón Gauti Jónsson Flubbi og Fjallaleiðsögumaður segir frá slysi í Skessuhorni, aðdraganada þess, viðbrögðum hópsins, aðgerðum björgunarsveitamanna og fleira tengt þessum viðburði. Fróðlegur fyrirlestur fyrir alla Flubba.

Miðvikudaginn 9.mars kl 20:00

Dagbjartur KR Brynjarsson heldur fyrirlesturinn Samantekt á gögnum um hegðun týndra á Íslandi. Þetta verður í kjarnanum sami fyrirlestur og hann fór með á Björgun 22.- 24. október 2010.

Fimmtudagurinn 10.mars kl 20:00

Arnar Bergmann segir okkur frá notkun vélsleða í útköllum. Hvaða verkefni þeir leysa og hvernig tækin nýtast okkur í flutningi á fólki og búnaði. Hvernig umgöngumst við tækin og hvað þurfum við að hafa í huga sem farþegar á þeim.

Gönguskíðaferð í Landmannalaugar helgina 11-13 mars

Eftir góða viku í fyrirlestrum ætlum við að skella okkur saman á gönguskíði uppí Landmannalaugar. Skemmtileg ferð á svæði sem við þekkjum öll af góðu. Ef aðstæður leyfa munu vélsleðarnir mæta og við kynnumst því verklega hvernig er að vera farþegi hjá þeim.