Nú er formlegri sölu á Neyðarkallinum lokið þó enn sé hægt að ná sér í kippu með því að hafa beint samband við sveitirnar. Kunnum við öllum viðskiptavinum, styrktaraðilum og síðast en ekki síst sölufólkinu okkar bestu þakkir fyrir aðstoðina og vinnuna um helgina.
Salan gekk vel á að öllu leiti sem sýnir okkur að samfélagið kann vel að meta það starf sem fram fer innan sveitanna og öryggisnetið sem þær mynda.