Þriðjudagsfjör

Næsta þriðjudag, 19. október kl. 20.00,
verður myndasýning frá afmælisæfingu Flugbjörgunarsveitarinnar, Rauðum
október. Myndasýningin er partur af nýjum lið í dagskrá sveitarinnar sem
ætlað er að vera þau þriðjudagskvöld þar sem engir nýliðafundir eru.
Ætlunin er að bjóða upp á fyrirlestra eða myndasýningar sem eiga að
höfða til allra flubba. Einnig er það von að sem flestir finni með
þessu ástæðu til að láta sjá sig í húsi og jafnvel að endurnýja kynnin
við sveitinni.

Komin eru drög að dagskrá þau þriðjudagskvöld sem eru fram að jólatrjásölu:

19. október – myndasýning frá Rauðum október
02. nóvember – ferðasögur frá fyrstu áratugum FBSR
11. nóvember – ferðamennska á hjóli
30. nóvember – ?

Ef einhverjir hafa hugmynd að efni eða vilja kynna eitthvað er hægt að hafa samband við Sigurgeir, sgunnars [hjá] gmail.com

Vonandi sjá flestir sér fært að mæta.