Um helgina voru tvenn námskeið auk vinnustofu og útkalls svo segja má að helgin hafi sannanlega verið annasöm fyrir félaga sveitarinnar.
B1 fór uppí Tindfjöll að taka verklega þáttinn í rötun undir leiðsögn Arnaldar og þjálfaragengisins hans Matta. Þá var B2 var á Þingvöllum og í Stardal við æfingar í fjallabjörgun með Kristjáni, Stefáni og fleiri góðum. Voru báðir hóparnir gegnblautir eftir helgina en flestir ef ekki allir sammála um að mikið hefði safnast í reynslu og þekkingarbankann.
Þá voru fjallahópur ásamt vélsleðamönnum á vinnustofu í sprungubjörgun á Langjökli sem skipulögð var af björgunarskólanum.