Útkallsæfing FBSR og Unicef auglýsing

Sveitin hélt útkallsæfingu laugardaginn 28. nóvember. Útkallsæfingar eru eins og margir kannast við haldnar einu sinni í mánuði, ýmist sem kvöldæfingar á virkum dögum eða lengri æfingar á frídegi. Að þessu sinni var kallað út að tveir hellamenn hefðu ekki skilað sér síðan kvöldið áður. Bíll þeirra var þegar fundinn við Breiðabliksskálann í Bláfjöllum. Það leið ekki á löngu áður en björgunarmenn fundu hellamennina í Djúphelli. Annar var skriðinn inn í þröngan botn og áttavilltur, hinn var í sjálfheldu á syllu nokkru fyrir ofan hellisgólfið.

Nokkrar myndir í hellinum voru teknar (www.flickr.com/steinarsig)

Á leið heim var tekið á bílslysi á örskotsstundu.

Æfingin endaði svo niðri í Flugbjörgunarsveit þar sem Sagafilm mætti til þess að taka upp stutt atriði fyrir dag rauða nefsins hjá UNICEF.

4141785770_87d668bc45