Björgunarstörf í náttúruhamförum – ráðstefna

Í tilefni 40 ára starfsafmælis Hjálparsveitar skáta Garðabæ efnir sveitin til ráðstefnu og pallborðsumræðna um náttúruöflin á Íslandi og hvernig björgunaraðilar geti búið sig undir hjálparstarf á hamfarasvæðum. Fengnir hafa verið færustu sérfræðingar á sínu sviði til að fjalla um málefnið. Ráðstefnan fer fram laugardaginn 21. nóvember í hátíðarsal Jötunheima, húsnæðis Hjálparsveitar skáta Garðabæ við Bæjarbraut.

Ármann Höskuldsson og Hörður Már Harðarson stýra ráðstefnunni og Jón Gunnarsson alþingismaður stýrir pallborðsumræðum.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

080236-875020