Í kvöld klukkan 20 mun Íslenski Alpaklubburinn standa fyrir umræðukvöldi um öryggi á fjöllum. Til stendur að ræða snjóflóð, hrun, lélegar tryggingar í klifri og önnur efni eftir því sem þátttakendur bera upp. Hvetjum við alla sem vilja kenna sig við fjallamennsku til að mæta í Klifurhúsið og taka þátt, hlusta og læra af reynslu annarra.