Að kvöldi 11.desember var sveitin kölluð út vegna óveðurs á svæði 1. 14 félagar mættu til leiks og stóðu vaktina til að ganga eitt í nótt.
Nokkur erill var í aðgerðum og mörgum hefðbundnum verkefnum sinnt á borð við lausar þakplötur og fjúkandi girðingar en einnig verkefni sem ekki eru jafn algeng eins og brotnir ljósastaurar og að huga að landfestum skipa en sjótengd verkefni hafa löngum fallið öðrum sveitum í skaut.