Leit stendur yfir að rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið í uppsveitum Árnsessýslu síðan á laugardag.
Á sunnudag tóku 15 manns frá FBSR þátt í leitinni en um 150 björgunarsveitarmenn úr 30 björgunarsveitum af öllu Suðvesturlandinu hafa komið að leitinni. Í morgun hélt 13 manna hópur austur á 3 bílum frá sveitinni en leit átti að hefjast að nýju við birtingu.
Leitarsvæðið er stórt og erfitt yfirferðar. Þó hefur tekist að fara nokkuð vel yfir það. Engar vísbendingar hafa enn fundist um ferðir mannsins. Búið er að vera ágætis veður en kalt á fjöllum. Í nótt snjóaði á svæðinu.