Að kvöldi mánudagsins 10. desember var sveitin kölluð út vegna óveðurs í Reykjavík. Tveir bílar fóru úr húsi ásamt áhöfn og voru að frammá nótt. Mikill fjöldi útkalla var í borginni og í nógu að snúast fyrir sveitirnar á svæðinu en yfir 50 manns voru í verkefnum á hverjum tíma.