FBSR, ásamt öðrum sveitum, var kölluð út um hálf fimm leitið þann 23. júní síðastliðin til aðstoðar við slökkviliðsmenn sem börðust við að slökkva elda í mosa á Miðdalsheiði. Þá voru björgunarsveitamenn til aðstoðar við umferðarstjórnun á svæðinu.
Slökkvistarfi lauk um klukkan 22 en talið er að 4 hektarar hafi orðið eldinum að bráð.