Það var nóg um að vera hjá FBSR um helgina og við ansi heppin með þetta blíðskaparveður sem sótti um land allt.
Nýliðahóparnir okkar fóru í gönguskíðaferð um Holtavörðuheiði og nýttu ferðina í rötunaræfingar. Á sama tíma skellti sleðaflokkur sér í ferð á Mýrdalsjökul.
Meðlimir úr Hundahóp voru einnig til æfinga við Bláfjöll og æfðu snjóflóðaleit.
Ljósmyndir: Arianne Gäwiler, Ásta Ægisdóttir, Björn J. Gunnarsson og Inga Hrönn.

Nýliðar í gönguskíðaferð og rötunaræfingum

Sleðaflokkur á Mýrdalsjökli