Nýliðar í B2 tóku námskeið í félagabjörgun sl. helgi og fóru æfingar meðal annars fram á Sólheimajökli. Á meðan voru nýliðar í B2 í fyrstu hjálp 1 en námskeiðið fór fram í Reykjavík. Bæði námskeið heppnuðust vel en svo að svona stór námskeiðshelgi gangi upp þurfa margir að koma að verki.
Við hjá FBSR erum heppin að eiga reynslumikið fólk að á mörgum sviðum, líkt og sást um helgina, og færum við okkar félögum sem leiðbeindu og kenndu okkar bestu þakkir fyrir. Einnig þökkum við þeim fjölmörgu sem tóku að sér það mikilvæga verk að leika sjúklinga á sjúkraæfingunum.
Ljósmyndir: Arianne Gäwiler, Ingvi Stígsson og Inga Hrönn.