Hornsteinn lagður að miðju Íslands


Helgina 19. til 21. janúar fór jeppahópur ásamt félögum úr 4×4 í
jeppaferð inn að útreiknaðri miðju Íslands þar sem lagður var
hornsteinn að miðju landsins. Á hornsteininum er skjöldur sem á er
ritað að þarna sé miðja Íslands og nöfn Ferðaklúbbsins 4×4 og
Landmælinga Íslands.

Slæm færð gerði ferðina erfiða með tilheyrandi smá tjóni á nokkrum
jeppum en markmið ferðarinnar náðist. Hægt er að sjá myndir úr ferðinni
inni á ferðasögusvæðinu eða með því að smella hér.

Skildu eftir svar