Hilmar Ingimundarson

Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson

Gælunafn: Himmi, og svo fjöldinn allur af öðrum gælunöfnum sem hafa loðað við mann misvel og lengi

Aldur: 28 ára þegar þetta er ritað

Gekk inn í sveitina árið: ´96

Atvinna/nám: Sales Manager, Nikita

Fjölskylduhagir: Maki er Elísabet Birgisdóttir til fjölda ára og eigum við einn snilling, hann Tómas Hilmarsson eins og hálfs árs

Gæludýr: Engin

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Ég hef lengstum
og nær eingöngu starfað með fjallahóp og undanförum og hef haldið utan
um þann hóp undanfarin ár til mikillar ánægju. Náði að stimpla mig inn
í fallhlífahóp og hef einhver stökk að baki. Eitthvað hefur farið minna
fyrir því undanfarin ár þó ég hafi mætt og farið í eina alvöru útkall
þess hóps nú í sumar. Undanfarin þrjú ár hef ég svo verið í stjórn og
nú síðastliðið ár lét ég plata mig í stöðu gjaldkera sem hefur reynst
bæði skemmtilegt og krefjandi.

Áhugamál: Fjallamennska, af hvaða tagi sem er, hvort heldur
sem er að klípa í kletta eða mölva ís, labba yfir hjarn og ísbreiður á
skíðum, renna mér niður snæviþaktar hlíðar á snjóbretti eða skíðum,
erfiða upp brekku á skinnhúðuðum plönkum bara til þess eins að renna
sér niður aftur, ganga á fjallstind eða klífa hann. Fjallahjólreiðar
þegar færi gefst og svo var Whitewater Kayak var mér hugleikinn til
nokkurra ára en hef nánast gefið það uppá bátinn. Einnig hef ég mikið
yndi af einkasyninum og að leika við hann, ferðast með fjölskyldunni og
og og…..

Uppáhalds staður á landinu: Skaftafell þegar hugað er að klifri,
enda er mekka sportklifurs á Íslandi þar og í nánd eru Íslensku
“alparnir”. Svo er alltaf gaman að koma á Arnarstapa á Snæfellsnesi
þegar vorið kemur. Kíkja norður á Akureyri þegar huga á að rennsli en
annars skiptir staðurinn ekki öllu heldur hvað þú ert að gera, hvernig
viðrar og hver félagskapurinn er.

Uppáhalds matur: Úff erfið spurning. Ekkert eitt svar í
þessu frekar en spurningunni hér að ofan…..ætli það væri ekki
nautalundir með ostasósu að hætti mömmu. Það nýjasta hjá mér í ferðum
er að græja Carbonara sem fer ofarlega á listann með hinum margfræga
karmellubúðing í eftirrétt, fátt sem toppar það á fjöllum.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Borða ekki viðbjóð þannig
að ég reyni að forðast það sem heitan eldinn að koma svoleiðis inn
fyrir mínar varir t.d. einsog Weisswurst (hvítpylsa) en það sem slapp
inn fyrir mínar varir og hlýtur þann vafasama titil . Einhver mesti
viðbjóður er smokkfiskur (Calamari).

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)?
Miðað við stöðuna hjá mér í dag þá vantar mig bara meiri pening til að
geta ferðast og leikið mér en það myndi nú duga skammt ef maður væri
ekki heilbrigður og því óska ég mér heilsu svo lengi sem ég lifi

Æðsta markmið: Er að skilja við þennan heim sáttur við mitt,
vitandi það að ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að gera það sem
af mér er ætlast í þessu lífi.

 

Skildu eftir svar