Drengur hrapar í Esjunni


Undanfarar voru kallaðir út í gær til að fara með
slökkviliðinu  upp í Esjuhlíðar að sækja 12 ára dreng sem hafði
hrapað þar og slasast.

Drengurinn hafði verið á gangi í gilinu rétt norðan við
Þverfellshorn og varð þar fótaskortur í snjóskafli sem gjarnan vill
safnast þar upp.  Hann hrapaði niður gilið og slasaðist nokkuð en
var óbrotinn. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins fór upp fjallið á sínum
fjallbíl og sexhjóli og með í ferð voru 23 undanfarar á
björgunarsveitarbílum. Þrír þeirra gengu upp fjallið en hinir fóru á
bílum upp.

 Sökum mistaka í skráningu í útkallseiningu barst útkallið
aðeins til hluta undanfarahópsins. Því mættu einungis þrír
undanfarar frá Flugbjörgunarsveitinni en úr þessu verður vitaskuld bætt
strax.

 

Skildu eftir svar