Eyrún Pétursdóttir


 

 

 

Fullt nafn: Eyrún Pétursdóttir

Gælunafn:  Hef í rauninni ekkert, var
samt kvölluð Eyja Peyja þegar að ég var
lítil.

Aldur:  23, nýbúin að eiga afmæli

Gekk inn í sveitina árið: Byrjaði í B1 2003 og gekk inn í
sveitina 2005

Atvinna/nám:  Er á hönnunarbraut í
Iðnskólanum í Reykjavík og er þessa daganna á fullu að sækja um í arkitektúr
bæði hér heima og erlendis.

Fjölskylduhagir:  Einhleip og bý en
heima hjá gamla pakkinu. Það ætti nú samt að fara að breytast.

Gæludýr:  Á ein hund sem heitir Midas

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar:  Er í sjúkrahóp og leitarhóp og á
reyndar líka að vera í snjóbílahóp, en það hefur nú eitthvað lítið farið fyrir
því í vetur. Hef séð um gæsluverkefni fyrir sveitina og var sölustjóri í
flugeldunum um síðustu áramót .

Áhugamál:  Útivist, útivera, fara á
fjöll og allur sá pakki, hönnun, tíska, teikna og mála og í rauninni flest sem
gert er með höndunum, ferðast hér heima og erlendis..og bara hafa gaman af
lífinu.

Uppáhalds staður á landinu:  Hmm, þeir
eru svo margir en samt sennilega einna helst Þórsmörk og þá sérstaklega fyrstu
helgina í júlí. Annars er líka algjör snilld að vera bara upp á einhverjum jökli
í blíðskaparveðri, alveg sama hvaða jökull það annars er.

Uppáhalds matur:  Sennilega kjúklingur.
Annars finnst mér tómatsósa líka mjög góð og set hana ofan á allt í tíma og
ótíma.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún?  Úff, erfið spurning, en sennilega það sama og allir aðrir segja, að ég ætti
endalaust af óskum. En ef það væri bannað þá yrðu hún sennilega bara friður á
jörð eða eitthvað jafn ófrumlegt.

Æðsta markmið:  Að sigra heiminn.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:  Sennilega gönguskíðaferðin inn í
Landmannalaugar í mars 2005. Hún var bara snilld frá A – Ö

 


Snemma beygist krókurinn.


Skælbrosandi í Mörkinni


Nýliðahópurinn minn

 


Í Sólheimajökli


Ég og Halldór á leiðinni á Hvannadalshnjúk


Inni í snjóhúsi með Ernu og Óla


Í Tindfjöllum


Meðvitundarleysi æft á fyrstu hjálpar æfingu


Erna, Halldór, Mummi, Óli og ég


Í skálanum í Landmannalaugum á góðri stund


Ég að keyra snjóbílinn


Ég og Steinar


Klifrað í Valshamri

 

 

 

 

Skildu eftir svar