Hallgrímur Kristinsson

Hallgrímur Kristinsson


Fullt nafn:
Hallgrímur Kristinsson

Gælunafn: Halli Kristins

Aldur: undir meðalaldri íslensku þjóðarinnar!

Gekk inn í sveitina árið: fyrir síðustu aldarmót held ég…

Atvinna/nám: Nokkrar háskólagráður hafa skilað mér stjórnunarstöðu í skriffinnskuborginni Brussel.

Fjölskylduhagir: giftur fegurðardrottningu og þrjú börn

Gæludýr: Snjólfur VIII !!

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Hef
sinnt rekstri sveitarinnar síðustu ár þ.e. stjórn, stefnumótun og því
tengdu.  Þess fyrir utan hef ég í gegnum árin starfað með flestum hópum
að undanskildum fallhlífar- og sjúkrahóp.

Áhugamál: Fyrir utan fjölskylduna hefur útivist og
fjallamennska alltaf verið mjög ofarlega.  Auk þess finnst mér gaman að
skokka (þó að það sjáist ekki!) og spila einstökum sinnum skvass.

Uppáhalds staður á landinu: þegar stórt er
spurt…  Það hafa verið farnar ófáar ferðir í Mörkina í gegnum árin en
einnig eru flestir jöklar landsins í miklu uppáhaldi.  Ekki má heldur
gleyma Fjallabakssvæðinu.

Uppáhalds matur: Allt með ananas?

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Að verð á fjalladóti lækkaði !?!

Æðsta markmið: Ætti þetta ekki að vera “hæsta markmið”?

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:
reynsla og félagsskapur sem maður eignaðist í nýliðastarfinu skilur
eftir sig mörg eftirminnileg augnablik. Þá er lega í heitri laug að
hvíla lúna fætur og horfa á Norðurljósin ógleymanleg stund sem ég hef
sem betur fer upplifað nokkrum sinnum.  Ekki má gleyma fjallabrölti
erlendis með félögum úr sveitinni.

 


Á tindi Dom Du Miage í Frönsku ölpunum (Mount Blanc í baksýn)


Í klettaklifri með Frönskum björgunarsveitum við Annecy í Frakklandi haustið 2005


Að síga niður falljökul Hrútfjallstinda eftir að hafa lent i slæmu veðri og snúið við 150 metra frá tindinum (mynd: Doddi)


Í sólbaði á Drangajökli Hvítasunnu áirð 2002.  Andrea gerir líka tilraun við sólina.


Í ísklifri í páskalitunum árið 1999


Á Grænlandi páskana 2002


Í einni af fjölmörgu ferðum Útivistar sem ég hef „guidað“ í gegnum tíðina.  Í þetta sinn var eiginkonan með.


Með eiginkonunni á rauðvínsbúkgarði golfarans Ernie Els í S-Afríku árið 2006


Í fossasigi í Chamonix Frakklandi


Á ferðalagi með ferðafélögum á fjallið Hochkoning í Austurísku ölpunum


Feðgar á vélsleða við Landmannalaugar.  Snjólfur VII í baksýn


Á leið upp síðasta hjalla Kirkjufells við Grundarfjörð í ferð sem var farinn í minningu afa míns


Á tindi Kilimanjario, Afríku (Tanzaniu) með Ása í janúar 2001


Í hríð á Langjökli ásamt Snjólfi VII


„Via Ferrata“ við Chamnoix í Frakklandi


Í blíðviðri ásamt ferðafélaganum Magnúsi Andréssyni við Kverkfjöll
 

Skildu eftir svar