Tækjaferð í Nýjadal 6-8 feb 2004

Þann 6.feb lögðu vaskir tækjaflubbar í ferð upp í Nýjadal.

Aðfaranótt laugardags var gist í Áfángagili, Laugardaginn var brunað upp að Nýjadal og Sunnadaginn alla  leið tilbaka í bæinn.

Komum niðrí sveit um 23:30.

Þessa helgi var nístíngskuldi sem endurspeglaðist í þvílíku harðfenni og algerlega óþjappanlegum foksnjó (íslensku púðri).

Þó snjórinn væri ekki djúpur þá reyndist færið jeppum svo erfitt að snjóbíllinn með sinn 15Km/klst jafnan meðalhraða var klukkustund á undan jeppunum inn í Nýjadal eða um 35 km.

Snjóbíllinn stóð sig því afar vel og náði að hrista af undirrituðum öllum pælingum um að hverfa frá Snjóbíl.

Dekkin héldust undir en ekki var laust við að smávægileg rafmagns vandamál héldu snjóbílamönnum í formi

 

Skildu eftir svar