Þriggja sveita ferð

Föstudaginn 17. mars verður farið í “þriggja sveita tækjaferð”.  Það eru Flugbjörgunarsveitirnar í Reykjavík, Hellu og V-Hún sem ætla að fylkja liði upp á hálendið.  Umsjón með ferðatillögun verður í höndum Húnvetninga og er stefnan tekin á Arnarvatnsheiði (ef snjóalög leyfa).  Vegna
lítilla snjóalaga undanfarið má þó vera að einhverjar breytingar verði
á ferðatillögum og jafnvel að einhverjir jöklar verði fyrir barðinu á
vélfákum sveitanna.  

Eins og áður getur er þetta tækjaferð og er öllum, inngengnum og nýliðum, heimil þátttaka meðan pláss leyfir.  Hellu menn leggja af stað kl. 19:00 á föstudeginum en við stefnum á að leggja af stað kl.
20:00 frá Flugvallarvegi.  Á laugardagskvöldinu verður sameiginlegt
grill og sögusamkeppnin "ýkjusögur flubba 2006" haldin í fyrsta sinn. 
Komið verður til baka á sunnudagseftirmiðdaginn.  Skráning fer fram á félagasvæðinu og allar frekari upplýsingar veitir Halli K sem verður fararstjóri f.h. FBSR.

 

 

Skildu eftir svar