Í sumar ætlar SL að keyra slysavarnaverkefni á hálendinu og hefur óskað eftir samstarfi við björgunarsveitir. Áætlað er að keyra verkefnið í 7 vikur frá lok júní og fram í ágúst. Markmið verkefnisins eru; að vera með björgunarsveitir til taks á hálendinu, veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar, merkja vöð og vegleysur, fækka slysum.
Verkefnið hefur verið skipulagt þannig að hálendinu er skipt gróft í 4
hluta; Kjöl, Fjallabak, Sprengisand og norðan Vatnajökuls. Þannig að á
hverjum tíma í þessar 7 vikur verða 4 björgunarsveitir á hálendinu. Nú
þegar er FBSR skráð til leiks og mun dagsetning okkar verkefnis verða
auglýst síðar. Þeir sem hafa áhuga að taka þátt geta tjáð sig á
sérstökum umræðuvef á innra netinu sem tengist ofangreindu.
Við þetta má bæta að Landsbjörg hefur tryggt fjármagn í verkefnið.
Fjarmagninu verður skipt þannig að sveitir fá greiddar 120.000 kr upp í
eldsneytis- og matarkostnað. Einnig hefur Ferðafélag Íslands boðið fram
gistingu til verkefnisins.