Mjög víðtæk leit hefur verið gerð að Pétri Þorvarðarsyni, sem síðast er vitað um í nágrenni við Grímsstaði á Fjöllum aðfararnótt sunnudags. Leitin hefur enn ekki borið árangur. Leitarmenn frá FBSR fóru til leitar og eldsneytisbíllinn var einnig sendur með þyrlueldsneyti.
Aðfararnótt mánudagsins 15. maí var óskað eftir aðstoð frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu við leit austur á Grímsstöðum á fjöllum. Leit að ungum manni, Pétri Þorvarðarsyni, hafði þá ekki borið árangur en hans hefur verið saknað frá því á aðfararnótt sunnudagsins 14. maí.
Fokker flugvél LHG var send snemma á mánudagsmorgun með 20 leitarmenn og þar af voru þrír frá FBSR. Daginn eftir fóru svo tveir leitarmenn frá okkur austur til afleysingar og tveir menn úr bílahópi fóru með eldsneytisbíl LHG austur með þyrlueldsneyti.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá hefur leitin ekki borið árangur ennþá þrátt fyrir að mjög stórt svæði hafi verið fínkembt. Dregið hefur verið úr umfangi leitarinnar en á laugardaginn mun aftur verða lagst á árarnar og liðsauki sendur austur til að gera víðtæka leit.