Í ágúst kláraði 14 manna hópur frá FBSR hálendisvakt þetta árið, en alls voru 13 einstaklingar og 1 erlendur gestur, Andrew James Peacock, frá fjallabjörgunarsveit Patterdale í norður Englandi og tveir bílar frá sveitinni á vaktinni í Nýjadal frá sunnudegi 13. ágúst og fram á aðfaranótt mánudags 21. ágúst þar sem þau fengu útkall eftir hádegi á sunnudegi fyrir heimferð sem dróst fram eftir degi. Nóg var við að vera, sjúkraverkefni, aðstoð við tilkynningar um utanvegaakstur, aðstoð við ferðamenn og allskonar bílaaðstoð. Í heildina voru skráð atvik 78 talsins og það er vel. Samstarf við landverði, skálaverði bæði í Nýjadal og Laugafelli, aðrar björgunarsveitir og lögreglu var til fyrirmyndar og þökkum við þeim vel fyrir.
Eftirtöldum fyrirtækjum er sérstaklega þakkaður stuðningurinn í sumar: Mjólkursamsalan, Grímur Kokkur, Kjarnafæði, Myllan, Ölgerðin, Nesbú og Íslensk Ameríska. Ykkar góði stuðningur gerir okkur kleift að starfa sem sterkur hópur á hálendisvaktinni.