Aðalfundur FBSR 2017

Aðalfundur FBSR verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2017 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fundinn og ber fram tillögu um fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar 
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 
  4. Inntaka nýrra félaga.
  5. Hlé
  6. Lagabreytingar
  7. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði
  8. Kosning stjórnar 
  9. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga 
  10. Kosning tveggja í uppstillingarnefnd 
  11. Önnur mál

Í hléi býður Kvennadeild FBSR upp á kaffiveitingar og kosta þær 2.000 kr. Greiða þarf fyrir með peningum.

Breytingartillaga á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík

Frá stjórn FBSR kemur eftirfarandi breytingartillaga:

Breyting á 2. mgr. 12. greinar, sem verður þá eftirfarandi:

Stjórn FBSR skipa sjö menn, formaður og sex meðstjórnendur. Formaður er kosinn til eins árs og meðstjórnendur til tveggja ára. Ár hvert skal formaður kosinn sérstaklega til eins árs. Auk þess skulu kosnir þrír meðstjórnendur til tveggja ára, þannig að sjö manna stjórn verði fullmönnuð. Hættir meðstjórnandi áður en tvö ár eru liðin, skal kosið í hans stöðu til eins árs. Af meðstjórnendum eru varaformaður og gjaldkeri kosnir sérstaklega á sitthvoru árinu. Stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti og velur ritara.

Ef lagabreytingartillagan er samþykkt, þá er tillaga um eftirfarandi sérákvæði:

Á fundi, maí 2017, verður sérafbrigði þar sem kosnir verða varaformaður og 2 meðstjórnendur til tveggja ára (til aðalfundar 2019) og gjaldkeri og 2 meðstjórnendum kosnum til eins árs (til aðalfundar 2018).

Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Stjórnin.

Skildu eftir svar