Jæja, þá er Jón Þorgríms búinn að kokka upp haustferðina í ár, en eins og allir vita hefur hann oft á tíðum verið fararstjóri í þessari ferð. Ástæðan er einföld: kallinn er bara snilldar fararstjóri og ferðirnar eftir því.

Hér er dagskrá ferðarinnar í grófum en hún er birt með fyrirvara um breytingar. Athugið að þessi frumdrög gera ráð fyrir að við sleppum með að leggja af stað á laugardagsmorgninum. Það er þó ekki víst að það heppnist og lagt verði þá af stað á föstudagskvöldinu.

Haustferð FBSR, fararstjóri Jón Þorgrímsson
Langavatn-Hítarvatn-Hlíðarvatn.
30.sept – 1.okt.

Í ár verðum við á mótum tveggja sýslna, Mýrar og Snæfells og Hnappadalssýslu.

Laugadagurinn 30:september.

Lagt verður af stað frá flugvallarveginum stundvíslega kl:7:00 og ekið upp í Borgarfjörð og sem leið liggur að suðvesturenda Langavatns en þaðan hefst gangan.

Eftir létt snarl eru pokar axlaðir og gengið frameftir Kvígindisdal í átt að Langavatnsmúla meðfram honum og eftir Þórarinsdal í átt að Smjörhnjúk meðfram honum eða upp á hann, eftir aðstæðum. Síðan að norður enda Hítarvatns að
eyðibýlinu Tjaldbrekku þar sem er áð og tjaldað.
Ca 16 km í beinni loftlínu, áætlaður göngutími 6-8 tímar

Sunnudagurinn 1:október.

Vaknað kl: 7:00. Eftir morgunmat og samantekt eru pokar axlaðir og gengið upp hlíðina fram- hjá Réttargili í átt að Geirhnjúk, þaðan meðfram Skálarfelli að norðurhlið Hlíðarvtns að bænum Hallkelsstaðahlíð þar sem göngunni líkur.
Ca 12 km í beinni loftlínu, áætlaður göngutími 5-6 tímar.

Útbúnaður: Tjöld og viðlegubúnaður. Búast má við ám sem þarf að þvera eru vaðskór því æskilegir.
Landakort: Blað 25 Hnappadalur 1:100,000.

Skildu eftir svar