Í gær fór fram aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Sautján nýir félagar gengu inn í sveitina á fundinum, en þau hafa nýlokið við tveggja ára þjálfun. Þá varð talsverð endurnýjun í stjórn, en fjórir af sjö stjórnarmönnum létu af embætti og voru nýir einstaklingar kosnir í stað þeirra.
Á fundinum fór formaður yfir skýrslu stjórnar og Sveinn Hákon renndi yfir tölfræði útkalla ársins. Þá fór gjaldkeri yfir ársreikninga sem voru samþykkir.
Þau sautján sem gengu inn í ár eru eftirfarandi; Anton Aðalsteinsson , Atli Freyr Friðbjörnsson, Bergljót Bára Sæmundardóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir, Eysteinn Hjálmarsson, Eyvindur Þorsteinsson, Haraldur Þorvaldsson , Hulda Lilja Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, Ingvar Hlynsson , Lilja Guðrún Jóhannsdóttir, Magnús Þór Gunnarsson, Ólöf Pálsdóttir , Reynir Snær Valdimarsson, Stígur Zoega , Sturla Hrafn Sólveigarson og Ævar Ómarsson. Við inngöngu upplýstu þau um markmið sitt til þátttöku í starfi við að bæta sveitina.
Að venju sá kvennadeildin um kaffiveitingar í hléi og er þeir þakkað kærlega fyrir það. Eftir hlé voruvoru samþykktar tvær lagabreytingar samhljóða sem kynntar voru í fundarboði.
Jóhannes Ingi Kolbeinsson var endurkosinn sem formaður FBSR á ný, en þetta er fjórða ár hans í því embætti. Var hann einn í framboði.
Þau Kristbjörg Pálsdóttir, Björn Víkingur Ágústsson, Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir og Þorsteinn Ásgrímsson ákváðu að gefa ekki kost á sér áfram til stjórnarsetu. Margrét Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Arnar Ástvaldsson voru endurkjörin, en auk þeirra tóku þau Egill Júlíusson, Lilja Steinunn Jónsdóttir, Sveinbjörn J. Tryggvason og Ólöf Pálsdóttir, sæti í stjórninni.