Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur í Víkinni eins og venja hefur verið. Byrjað var á grilli við Grímsbæ og síðan var haldið í skrúðgöngu að Bústaðakirkju. Eftir kirkju hófst svo dagskráin í Víkinni þar sem krakkarnir gátu skemmt sér í hoppukastala, farið í ratleik, fengið andlitsmálun og margt fleira skemmtilegt á meðan hljómsveitin Yellow Void og fleiri skemmtu með söngatriðum.
Gestir hátíðarinnar gátu einnig látið reyna á krafta sína með því að draga Patrol frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Nokkrir meðlimir FBSR höfðu útbúið doubblunina 9:1 og 5:1 þannig að lítil kríli gátu dregið jeppann fram og tilbaka. Krakkarnir fengu líka að kíkja inn í bílinn, skoða tæki og tól og svo var heilmikil ýlaleit í gangi á sama tíma. Sumardagurinn fyrsti bauð uppá snjókomu og sól þess á milli en ungir sem aldnir skemmtu sér og sáum við jafnvel efni í tilvonandi flubba.
no images were found
Texti og myndir: Salbjörg Guðjónsdóttir