Á laugardaginn síðastliðinn fór fram umfangsmikil flugslysaæfing þar sem félagar frá FBSR tóku þátt og nýliðar okkar einnig, bæði sem björgunarfólk og sem leikarar. Æfingin er mikilvægur þáttur þess að æfa samhæfingu og viðbragðsáætlanir á milli fjölmargra viðbragðsaðila. Þátttakendur voru allt frá starfsmönnum ISAVIA til lögreglu, sjúkraflutningamanna, björgunarfólks, slökkviliðs og margra annarra viðbragðsaðila.
Ljósmyndir: Inga Hrönn, Arianne Gäwiler, Bergþór Jónsson.