Nýliðaþjálfun

Í september á hverju ári tekur Flugbjörgunarsveitin við nýliðum til þjálfunar og kennslu.

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík verður með tvær nýliðakynningar 2023, klukkan 20 mánudaginn 28. ágúst og þriðjudaginn 29. ágúst. Kynningarnar fara fram í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg 7. Frekari upplýsingar verða settar á Facebook síðu FBSR þegar nær dregur.

Mynd: Stefán Þórarinsson

Mynd: Stefán Þórarinsson

Nýliðanámið er tveir vetur og skiptist í fjórar annir, rétt eins tíðkast í skólakerfinu. Fyrra árið kallast B1 og það seinna B2. Námið sjálft er þó talsvert frábrugðið því sem fólk þekkir í skólum, því fáir skólar geta boðið upp á jafn spennandi nám og klettaklifur, ísklifur, leitartækni, fjallabjörgun, fjarskiptatæki og stjórnun fjallajeppa svo dæmi séu tekin.

Getur hver sem er sótt um?DSC_9428

Aldurstakmark er 18 ára. Nýliðar verða að vera við góða andlega og líkamlega heilsu. Félagar geta gengið inn í sveitina á aðalfundi í maí, tveimur árum eftir að nýliðanámið hefst. Reynslan sem árin kenna okkur er vissulega dýrmæt og nýtist mjög vel í björgunarstörfum. Björgunarstörf eiga því alls ekkert síður við fólk sem er á „besta aldri“.

Þarf maður að vera hraustur?b2

Þú þarft ekki að vera í toppformi til að gerast nýliði, en í lok námsins verður þú það! Nýliðanámið er hvað þetta varðar eins og fyrirtaks einkaþjálfun. Þú byrjar hæfilega rólega en byggir þig síðan hratt upp. Þegar líður á námið fara kröfurnar að herðast.

Hvað veitir námið?

575088_10150750331425963_2102364437_nFyrst og fremst færðu að starfa með einni af fremstu og öflugustu björgunarsveitum á landinu. Í nýliðanáminu öðlast nýliðar færni til að sinna öllum helstu björgunarstörfum og útskrifast með titilinn Björgunarmaður 2 samkvæmt skilgreiningu Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Mikil áhersla er lögð á þjálfun í fjallamennsku og í lok námsins eiga nýliðar að geta nýtt sér þjálfun og búnað til að bjarga sér og bjarga öðrum á fjöllum við nánast hvaða aðstæður sem er. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er auk þess eina björgunarsveit landsins sem getur sent björgunarmenn og búnað á vettvang úr lofti. Að nýliðaþjálfun lokinni gefst kostur á að fara á námskeið og gerast „björgunarstökkvari“. Þeir þurfa að standast svokallað bronspróf en það er sama prófið og stökkvarar í danska flughernum þurfa að standast.

Er hægt að fá nýliðanámið metið?292503_10150750342005963_1055495589_n

Hægt er að fá fyrstu hjálpar námskeiðin sem kennd eru í nýliðanáminu metin til eininga í flestum framhaldsskólum.

Símenntun að loknu nýliðanámi

Flugbjörgunarsveitin styrkir á hverju ári inngengna félaga til ýmissa námskeiða og þjálfunar bæði hér heima og erlendis. Björgunarmaður getur alltaf bætt við sig þekkingu og færni 185287_10151093990503505_32699106_nmeð símenntun. Mörg þessara sérhæfðu námskeiða geta félagar einnig nýtt sér þegar þeir afla sér ýmissa starfsréttinda, t.d. sem leiðbeinendur í skyndihjálp eða fjallaleiðsögumenn. Það skal þó tekið fram að styrkur til námskeiða er veittur gegn því að félagar nýti þekkingu sína í björgunarstörfum og/eða miðli þekkingunni til annarra björgunarmanna.

Nánar um B1 Nánar um B2.